Arnar: Kemur alltaf að þessu Árni Konráð Árnason skrifar 25. mars 2022 20:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Vilhelm FH vann dramatískan 2-1 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir svekkjandi að hafa tapað leiknum. „Það kemur alltaf að þessu“ sagði Arnar þegar hann var spurður út í fyrsta silfur Víkings undir hans stjórn. Arnar hélt áfram: „Mér fannst fyrri hálfleikur mjög sterkur hjá okkur, við hefðum átt að fara með fleiri mörk í seinni hálfleikinn. Í seinni hálfleik að þá bætti í vindinn og þetta var erfiður leikur, erfiður leikur fyrir bæði lið.“ Víkingar voru með tök á leiknum í fyrri hálfleik, þó að FH hafi vissulega fengið sín færi. FH-ingar mættu þó grimmir til leiks í þeim síðari. „FH-ingar komu með mjög gott leikplan í seinni hálfleik, lágu til baka og voru að vonast eftir skyndisóknum, þeir nýttu tvö færi mjög vel“ sagði Arnar. „Það er svekkjandi að tapa úrslitaleik, það er svekkjandi að missa takið og þessa áru yfir að vinna úrslitaleiki. Það þarf ekki meira til í fótbolta til þess að gefa hinum liðunum smá von og þá halda hin liðin að þau eigi einhvern sjéns,“ bætti Arnar við. Honum fannst sitt lið þó vera með tök á leiknum í fyrri hálfleik en fannst leikurinn hafa farið út í bull í seinni hálfleik og vísar þar í að mikill vindur var á vellinum og leiðinlegar aðstæður. Arnar fer inn á að þeir eru með nýtt miðvarapar, en þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu ekki halda áfram inn á vellinum. „Þetta er mjög ólíkt okkur, við þurfum að synca okkur saman og þetta er það sem gerist þegar að þú ert með nýja varnarmenn“ sagði Arnar að endingu en hann telur að Víkingar hefðu átt að geta komið í veg fyrir bæði mörkin. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Víkingur - FH 1-2 | FH Lengjubikarmeistari þökk sé marki í blálokin FH lagði ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Ástbjörn Þórðarson skoraði sigurmark leiksins með síðasta skoti leiksins undir lok uppbótartíma, lokatölur 2-1 Hafnfirðingum í vil. 25. mars 2022 19:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
„Það kemur alltaf að þessu“ sagði Arnar þegar hann var spurður út í fyrsta silfur Víkings undir hans stjórn. Arnar hélt áfram: „Mér fannst fyrri hálfleikur mjög sterkur hjá okkur, við hefðum átt að fara með fleiri mörk í seinni hálfleikinn. Í seinni hálfleik að þá bætti í vindinn og þetta var erfiður leikur, erfiður leikur fyrir bæði lið.“ Víkingar voru með tök á leiknum í fyrri hálfleik, þó að FH hafi vissulega fengið sín færi. FH-ingar mættu þó grimmir til leiks í þeim síðari. „FH-ingar komu með mjög gott leikplan í seinni hálfleik, lágu til baka og voru að vonast eftir skyndisóknum, þeir nýttu tvö færi mjög vel“ sagði Arnar. „Það er svekkjandi að tapa úrslitaleik, það er svekkjandi að missa takið og þessa áru yfir að vinna úrslitaleiki. Það þarf ekki meira til í fótbolta til þess að gefa hinum liðunum smá von og þá halda hin liðin að þau eigi einhvern sjéns,“ bætti Arnar við. Honum fannst sitt lið þó vera með tök á leiknum í fyrri hálfleik en fannst leikurinn hafa farið út í bull í seinni hálfleik og vísar þar í að mikill vindur var á vellinum og leiðinlegar aðstæður. Arnar fer inn á að þeir eru með nýtt miðvarapar, en þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu ekki halda áfram inn á vellinum. „Þetta er mjög ólíkt okkur, við þurfum að synca okkur saman og þetta er það sem gerist þegar að þú ert með nýja varnarmenn“ sagði Arnar að endingu en hann telur að Víkingar hefðu átt að geta komið í veg fyrir bæði mörkin.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Víkingur - FH 1-2 | FH Lengjubikarmeistari þökk sé marki í blálokin FH lagði ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Ástbjörn Þórðarson skoraði sigurmark leiksins með síðasta skoti leiksins undir lok uppbótartíma, lokatölur 2-1 Hafnfirðingum í vil. 25. mars 2022 19:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Víkingur - FH 1-2 | FH Lengjubikarmeistari þökk sé marki í blálokin FH lagði ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Ástbjörn Þórðarson skoraði sigurmark leiksins með síðasta skoti leiksins undir lok uppbótartíma, lokatölur 2-1 Hafnfirðingum í vil. 25. mars 2022 19:00