Einlæg og barnsleg gleði þegar einræðisherra skaut upp eldflaug Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 21:01 Það slær enginn þjóðarleiðtogi einræðisherranum Kim Jong-un við í töffaraskap. AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Kim Jong-un einræðisherra Norður- Kóreu og meðreiðarsveinar hans ætluðu hreinlega að rifna úr stolti þegar risastórri eldflaug var skotið upp í landinu í gær. Önnur eins tær gleði er sjaldséð í heimi stjórnmálanna. Einaræðisherranum Kim Jong-un barnabarni „hins dásamlega mikla leiðtoga“ og stofnanda Norður Kóreu Kim Il-sung er er mikið í mun hvernig hinn sveltandi og kúgaði almenningur og umheimurinn sjá hann. Hann var til að mynda ekki upprifinn af því hvernig hann var sýndur í kvikmyndinni The Interview. Þar sást Kim Jong-un fara að skæla í viðtali við bandarískan þáttastjórnanda af verri endanum og skíta síðan á sig í beinni útsendingu. Hinn mikli leiðtogi fylgdi eldflauginni alla leið að skotpallinum til að fullvissa sig um að allt fær rétt fram.AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Nei, einræðisherrann hefur heldur betur ekki húmor fyrir þessu. Þegar Kim lét skjóta á loft risavaxinn langdrægri eldflaug í gær, dugði ekkert annað en Hollywood útgáfa af atburðinum í and Tom Cruse í kvikmyndinni Top Gun. Hann er jú mesti leiðtogi í heimi. Leiðtoginn birtist í leðurjakka með sólgleraugu bendandi hershöfðingjum í allar áttir eins og maðurinn sem allt veit og það betur en allir aðrir. Eldflaugin ægilega á að geta tortímt Bandaríkjunum og öllum öðrum óvinum. Það er best að hafa tímasetninguna rétta og allir samstilla úrin sín með hinum mikla leiðtoga skömmu fyrir flugskotið. Og auðvitað er engum öðrum treystandi til að fylgja eldflauginni að skotpallinum en einræðisherranum sjálfum. Gleðin var barnsleg og einlæg þegar eldflauginni sem borið getur gereyðingarvopn var skotið á loft í gær.AP/Fréttaþjónusta Norður Kóreu Þegar hann hefur séð til þess að allt sé klárt labbar hann frá flauginni. Það er talið niður, ljósin blikka, allir eru að rifna úr stolti . Og þegar skaufalaga flaug þessarar sveltandi þjóðar leggur af stað þarf að sýna það frá mörgum sjónarhornum. Allir eru stórkostlega glaðir og fagna hinum mikla og glaðlynda leiðtoga eins og saklaus börn í barnaafmæli. Norður-Kórea Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Einaræðisherranum Kim Jong-un barnabarni „hins dásamlega mikla leiðtoga“ og stofnanda Norður Kóreu Kim Il-sung er er mikið í mun hvernig hinn sveltandi og kúgaði almenningur og umheimurinn sjá hann. Hann var til að mynda ekki upprifinn af því hvernig hann var sýndur í kvikmyndinni The Interview. Þar sást Kim Jong-un fara að skæla í viðtali við bandarískan þáttastjórnanda af verri endanum og skíta síðan á sig í beinni útsendingu. Hinn mikli leiðtogi fylgdi eldflauginni alla leið að skotpallinum til að fullvissa sig um að allt fær rétt fram.AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Nei, einræðisherrann hefur heldur betur ekki húmor fyrir þessu. Þegar Kim lét skjóta á loft risavaxinn langdrægri eldflaug í gær, dugði ekkert annað en Hollywood útgáfa af atburðinum í and Tom Cruse í kvikmyndinni Top Gun. Hann er jú mesti leiðtogi í heimi. Leiðtoginn birtist í leðurjakka með sólgleraugu bendandi hershöfðingjum í allar áttir eins og maðurinn sem allt veit og það betur en allir aðrir. Eldflaugin ægilega á að geta tortímt Bandaríkjunum og öllum öðrum óvinum. Það er best að hafa tímasetninguna rétta og allir samstilla úrin sín með hinum mikla leiðtoga skömmu fyrir flugskotið. Og auðvitað er engum öðrum treystandi til að fylgja eldflauginni að skotpallinum en einræðisherranum sjálfum. Gleðin var barnsleg og einlæg þegar eldflauginni sem borið getur gereyðingarvopn var skotið á loft í gær.AP/Fréttaþjónusta Norður Kóreu Þegar hann hefur séð til þess að allt sé klárt labbar hann frá flauginni. Það er talið niður, ljósin blikka, allir eru að rifna úr stolti . Og þegar skaufalaga flaug þessarar sveltandi þjóðar leggur af stað þarf að sýna það frá mörgum sjónarhornum. Allir eru stórkostlega glaðir og fagna hinum mikla og glaðlynda leiðtoga eins og saklaus börn í barnaafmæli.
Norður-Kórea Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira