Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 11:58 Joe Biden forseti Bandaríkjanna hélt til Póllands í morgun eftir fund sinn með öðrum leiðtogum Vesturlanda í Brussel í gær. AP/Markus Schreiber Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. Þrír sögulegir leiðtogafundir vestrænna ríkja fóru fram í Brussel í gær þegar leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins komu saman til að stilla saman strengi sína vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sat alla fundina þar sem ákveðið var að auka herstyrk NATO í aðildarríkjunum í austur Evrópu, auka hernaðarlegan og fjárhagslegan stuðning við Úkraínu og herða á refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands leitaði í orðaforða Josefs Göbbels áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins í dag þegar hann sagði Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði á hendur Rússum. En nasistar lýstu yfir allsherjarstríði í heiminum eftir að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í seinni heimssyrjöldinni.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir ljóst að Vesturlönd hafi nú lýst yfir allsherjarstríði að hætti nasista Þýskalands gegn Rússlandi og vísaði þar til Jósefs Göbbels áróðursmeistara Hitlers. „Og það er ekki farið í grafgötur með markmiðin, þau hafa verið opinberuð; að eyða, brjóta niður, yfirtaka og kyrkja rússneskan efnahag og Rússland í heild sinni,“ sagði Lavrov í dag. Biden og Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins kynntu niðurstöður funda sinna í gær á sameiginlegum fréttamannafundi í morgun. Biden sagði Vladimir Putin Rússlandsforseta hafa nýtt aðgang aðorkulindum til að kúga og ráðskast með nágrannaríki. Hann notaði síðan hagnaðinn af orkusölunni til að fjármagna hernaðarvél sína. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum misheppnað stríð Putins í Úkraínu.AP/Evan Vucci „Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að gera Evrópu algerlega óháða jarðgasi og hámarka framboð og notkun á endurnýjanlegri orku,“ sagði Biden. Bandaríkin muni strax á þessu ári tryggja ríkjum Evrópusambandsins 15 milljarða lítra af fljótandi gasi til viðbótar og 50 milljarða lítra árlega eftir það fram til ársins 2030. Von der Leyen segir það losa Evrópu undan kaupum á um einum þriðja af því gasi sem kæmi frá Rússlandi í dag. Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum stríðið í Úkraínu og efla framleiðslu á endurnýjanlegri orku. „Þetta verður algerlega misheppnað stríð fyrir Putin. Samvinna okkar í refsiaðgerðum gegn Rússlandi hefur verið einstök og söguleg. Aðgerðirnar hafa nú þegar djúp áhrif inn í rússneska kerfið og eru að þurrka upp möguleika Putins til að fjármagna stríðsrekstur sinn,“ sagði von der Leyen. Þá væru Bandaríkin og Evrópa að auka samstarf sitt á fjölmörgum sviðum. Joe Biden er nú á leið til Póllands þar sem hann mun ræða við pólska ráðmenn um eflingu sameiginlegra varna, hitta flóttafólk og heilsa upp á bandaríska hermenn. NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi. 25. mars 2022 11:30 Vaktin: Johnson telur að Pútín ætli að nota sömu taktík og í Grozny Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Þrír sögulegir leiðtogafundir vestrænna ríkja fóru fram í Brussel í gær þegar leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins komu saman til að stilla saman strengi sína vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sat alla fundina þar sem ákveðið var að auka herstyrk NATO í aðildarríkjunum í austur Evrópu, auka hernaðarlegan og fjárhagslegan stuðning við Úkraínu og herða á refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands leitaði í orðaforða Josefs Göbbels áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins í dag þegar hann sagði Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði á hendur Rússum. En nasistar lýstu yfir allsherjarstríði í heiminum eftir að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í seinni heimssyrjöldinni.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir ljóst að Vesturlönd hafi nú lýst yfir allsherjarstríði að hætti nasista Þýskalands gegn Rússlandi og vísaði þar til Jósefs Göbbels áróðursmeistara Hitlers. „Og það er ekki farið í grafgötur með markmiðin, þau hafa verið opinberuð; að eyða, brjóta niður, yfirtaka og kyrkja rússneskan efnahag og Rússland í heild sinni,“ sagði Lavrov í dag. Biden og Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins kynntu niðurstöður funda sinna í gær á sameiginlegum fréttamannafundi í morgun. Biden sagði Vladimir Putin Rússlandsforseta hafa nýtt aðgang aðorkulindum til að kúga og ráðskast með nágrannaríki. Hann notaði síðan hagnaðinn af orkusölunni til að fjármagna hernaðarvél sína. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum misheppnað stríð Putins í Úkraínu.AP/Evan Vucci „Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að gera Evrópu algerlega óháða jarðgasi og hámarka framboð og notkun á endurnýjanlegri orku,“ sagði Biden. Bandaríkin muni strax á þessu ári tryggja ríkjum Evrópusambandsins 15 milljarða lítra af fljótandi gasi til viðbótar og 50 milljarða lítra árlega eftir það fram til ársins 2030. Von der Leyen segir það losa Evrópu undan kaupum á um einum þriðja af því gasi sem kæmi frá Rússlandi í dag. Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum stríðið í Úkraínu og efla framleiðslu á endurnýjanlegri orku. „Þetta verður algerlega misheppnað stríð fyrir Putin. Samvinna okkar í refsiaðgerðum gegn Rússlandi hefur verið einstök og söguleg. Aðgerðirnar hafa nú þegar djúp áhrif inn í rússneska kerfið og eru að þurrka upp möguleika Putins til að fjármagna stríðsrekstur sinn,“ sagði von der Leyen. Þá væru Bandaríkin og Evrópa að auka samstarf sitt á fjölmörgum sviðum. Joe Biden er nú á leið til Póllands þar sem hann mun ræða við pólska ráðmenn um eflingu sameiginlegra varna, hitta flóttafólk og heilsa upp á bandaríska hermenn.
NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi. 25. mars 2022 11:30 Vaktin: Johnson telur að Pútín ætli að nota sömu taktík og í Grozny Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi. 25. mars 2022 11:30
Vaktin: Johnson telur að Pútín ætli að nota sömu taktík og í Grozny Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56
Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31