Erlent

Vaktin: Segjast hafa sannanir fyrir stríðs­glæpum Rússa

Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason, Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa
John Kirby, talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, gagnrýndi framgöngu Rússa á blaðamannafundi í dag. Að sögn hans eru bandarísk yfirvöld nú að aðstoða við að safna sönnunargögnum um stríðsglæpi þeirra og stendur rannsókn yfir.
John Kirby, talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, gagnrýndi framgöngu Rússa á blaðamannafundi í dag. Að sögn hans eru bandarísk yfirvöld nú að aðstoða við að safna sönnunargögnum um stríðsglæpi þeirra og stendur rannsókn yfir. AP Photo/Manuel Balce Ceneta

„Það er ekki til umræðu að gefast upp, að leggja niður vopn. Við höfum þegar greint Rússum frá þessu. Í stað þess að eyða tíma í átta blaðsíðna bréfasendingar, opnið bara leið úr borginni.“

Þetta sagði varaforsætisráðherra Úkraínu, Iryna Vereshchuk, við kröfu Rússa um að Úkraínumenn gæfu Maríupól upp á bátinn, gegn því að fá að komast örugglega frá borginni.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu vendingar:

  • Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja Pólland á föstudag, í kjölfar fundar í Brussel með leiðtogum Nató, G7-ríkjanna og Evrópusambandsríkjanna.
  • Biden mun ræða við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu í dag, í síma eða um fjarfundabúnað.
  • Sendiherra Kína í Bandaríkjunum neitaði því í viðtali við CBS að Kínverjar hefðu séð Rússum fyrir vopnum og skotfærum og að stjórnvöld í Pekíng hygðust gera allt sem þau gætu til að draga úr átökunum í Úkraínu. 
  • Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir Rússa sækja að Odessa frá Krímskaga en hafa lítið orðið ágengt á síðustu viku.
  • Ammóníuleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí er sagður hafa mengað útfrá sér á 2,5 kílómetra svæði. Lekinn hófst eftir árásir Rússa á Sumykhimiprom-efnaverksmiðjuna.

Hér má finna vakt gærdagsins.

Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×