Innlent

Tveggja ára stúlka lést fimm klukku­stundum eftir að hjúkrunar­fræðingur skoðaði hana

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Þau Petra og Arnar foreldrar Berglindar Bjargar sitja nú eftir með þá tilfinningu að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauða dóttur þeirra.
Þau Petra og Arnar foreldrar Berglindar Bjargar sitja nú eftir með þá tilfinningu að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauða dóttur þeirra. Vísir/Arnar

Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega.

Fyrir um hálfum mánuði var dóttir þeirra lasin. Næsti læknir var í 70 kílómetra fjarlægð.

„Þá sé ég bara að hún er að reyna að gráta og hún bara getur það ekki. Þá fara varirnar að blána. Þá vek ég pabba hennar og segi honum að hann verði að hringja á Neyðarlínuna því að þetta sé bara ekki eðlilegt,“ segir Petra Axelsdóttir.

Ítarleg umfjöllun um málið verður í kvöldfréttum Stöðvar 2, Íslandi í dag og á Vísi í kvöld.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×