Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 09:13 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla harðlega vegna umfjöllunar þeirra um stríðið í Úkraínu. Vísir/vilhelm Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. Í færslunni er meðal annars vísað til þess að sannanir liggi fyrir til stuðnings þess að myndir sem teknar voru á vettvangi hafi verið settar á svið. Úkraínska samfélagsmiðlastjarnan Maríanna Podgurskaya hafi verið þar, að sögn Rússa, í þeim tilgangi að leika fjölda óléttra kvenna. Hér er mynd af konunni sem Podgurskaya á að hafa leikið á vettvangi árásarinnar á fæðingarspítalann í Maríupól. AP Photo/Evgeniy Maloletka „Til áminningar þá lagði Rússneska sambandsríkið á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 11. mars síðastliðinn fram óyggjandi sannanir þess að þessari sögu, sem vestrænir fjölmiðlar dreifa, um meinta árás er ekki hægt að treysta,“ skrifar sendiráðið í færslunni. „Þetta var sviðsett blekking sem úkraínska fyrirsætan og bloggarinn Maríanna Podgurskaya tók þátt í sem meint fórnarlamb árásarinar. Hún klæddist ýmsum búningum og var förðuð á mismunandi hátt til að leika tvær mismunandi konur á ljósmyndunum,“ segir í færslunni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Hið rétta er að Podgurskaya var sannarlega á spítalanum þegar árásin átti sér stað og var flutt á annað sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún eignaðist barn daginn eftir. Hin konan, sem Podgurskaya á að hafa leikið, lést á öðru sjúkrahúsi í borginni daginn eftir. Hún var illa særð, mjaðmargrind hennar hafði kramist eftir árásina og hún farið úr mjaðmarlið. Þá mátti sjá á ljósmyndunum að hún hafði særst alvarlega á kviði. Sendiráðið gagnrýnir þá að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki fjallað um fordómafullar árásir gegn Rússum og hvatningu til þjóðarmorðs á Rússum. Nefnir sendiráðið í því samhengi orðræðu úkraínska fréttamannsins Fakhrudin Sharafmal sem hvatti í beinni útsendingu á miðvikudag til þess að úkraínskir hermenn myrtu rússnesk börn. Hann sagði að ef hann fengi tækifæri til að myrða Rússa myndi hann grípa það. „Fyrst ég er kallaður nasisti þá trúi ég á hugmyndir Adolfs Eichmanns og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að hvorki þú né börn þín munið fá að búa á þessari jörðu,“ sagði Sharafmal og mynd af Eichmann birtist á skjánum. Vísaði hann í yfirlýsingunni til þess að rússnesk stjórnvöld setja nasista ráða ríkjum í Úkraínu og að meginmarkmið hernaðaraðgerðanna þar sé að uppræta nasismann sem hafi fengið að ríkja þar. Sharafmal hefur síðan beðist afsökunar á yfirlýsingunni og yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Sharafmal harðlega fyrir ummælin í gær. Sendiráðið segist svekkt að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta í sínum fréttaflutningi. „Við erum þeirrar skoðunar að þau ríki sem mála sig sem ákafa talsmenn mannréttinda ættu ekki að hundsa þessa birtingarmynd markmiða nasistanna í Úkraínu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Í færslunni er meðal annars vísað til þess að sannanir liggi fyrir til stuðnings þess að myndir sem teknar voru á vettvangi hafi verið settar á svið. Úkraínska samfélagsmiðlastjarnan Maríanna Podgurskaya hafi verið þar, að sögn Rússa, í þeim tilgangi að leika fjölda óléttra kvenna. Hér er mynd af konunni sem Podgurskaya á að hafa leikið á vettvangi árásarinnar á fæðingarspítalann í Maríupól. AP Photo/Evgeniy Maloletka „Til áminningar þá lagði Rússneska sambandsríkið á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 11. mars síðastliðinn fram óyggjandi sannanir þess að þessari sögu, sem vestrænir fjölmiðlar dreifa, um meinta árás er ekki hægt að treysta,“ skrifar sendiráðið í færslunni. „Þetta var sviðsett blekking sem úkraínska fyrirsætan og bloggarinn Maríanna Podgurskaya tók þátt í sem meint fórnarlamb árásarinar. Hún klæddist ýmsum búningum og var förðuð á mismunandi hátt til að leika tvær mismunandi konur á ljósmyndunum,“ segir í færslunni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Hið rétta er að Podgurskaya var sannarlega á spítalanum þegar árásin átti sér stað og var flutt á annað sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún eignaðist barn daginn eftir. Hin konan, sem Podgurskaya á að hafa leikið, lést á öðru sjúkrahúsi í borginni daginn eftir. Hún var illa særð, mjaðmargrind hennar hafði kramist eftir árásina og hún farið úr mjaðmarlið. Þá mátti sjá á ljósmyndunum að hún hafði særst alvarlega á kviði. Sendiráðið gagnrýnir þá að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki fjallað um fordómafullar árásir gegn Rússum og hvatningu til þjóðarmorðs á Rússum. Nefnir sendiráðið í því samhengi orðræðu úkraínska fréttamannsins Fakhrudin Sharafmal sem hvatti í beinni útsendingu á miðvikudag til þess að úkraínskir hermenn myrtu rússnesk börn. Hann sagði að ef hann fengi tækifæri til að myrða Rússa myndi hann grípa það. „Fyrst ég er kallaður nasisti þá trúi ég á hugmyndir Adolfs Eichmanns og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að hvorki þú né börn þín munið fá að búa á þessari jörðu,“ sagði Sharafmal og mynd af Eichmann birtist á skjánum. Vísaði hann í yfirlýsingunni til þess að rússnesk stjórnvöld setja nasista ráða ríkjum í Úkraínu og að meginmarkmið hernaðaraðgerðanna þar sé að uppræta nasismann sem hafi fengið að ríkja þar. Sharafmal hefur síðan beðist afsökunar á yfirlýsingunni og yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Sharafmal harðlega fyrir ummælin í gær. Sendiráðið segist svekkt að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta í sínum fréttaflutningi. „Við erum þeirrar skoðunar að þau ríki sem mála sig sem ákafa talsmenn mannréttinda ættu ekki að hundsa þessa birtingarmynd markmiða nasistanna í Úkraínu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent