Telur afstöðu RÚV til mannréttindabrota tækifærissinnaða Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2022 11:15 Hjálmtýr Heiðdal formaður FÍP þjarmar að Felix Bergssyni og Stefáni Eiríkssyni með vandasamri fyrirspurn. Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut. Bréfið er dagsett 8. mars en samkvæmt reglum stofnunarinnar ber henni að svara erindum sem þessum innan hálfs mánaðar. Í erindinu er rakið að rússneskur her hafi ráðist inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Næsta dag hafi verið tekin um það ákvörðun í stýrihópi Eurovision að meina Rússum þátttöku í samkomunni sem að þessu sinni verður haldin í Ítalíu. Stjórn Evrópusambands útvarpsstöðva hafi síðan samþykkt þessa ályktun. Rússar út vegna hryllingsins í Úkraínu „Felix Bergsson, sem situr í stýrihópi Eurovision, tilkynnti í Kastljósi RÚV þ. 25. febrúar að stýrihópurinn hefði tekið einróma ákvörðun um að Rússland fengi ekki verið með í ár. Felix Bergsson sagði að „auðvitað reynum við alltaf að halda í þetta ópólitíska yfirbragð sem er á Eurovisionkeppninni og við reynum alltaf að leggja áherslu á að þetta sé ópólitískur viðburður. En núna var mönnum hreinlega nóg boðið“. Að sögn Felix Bergssonar komu yfirlýsingar frá sjónvarpsstöðvum, og þar á meðal RÚV um að vísa beri Rússlandi úr Eurovision. „Það er bara að mönnum er greinilega ofboðið. Þetta er allt út af þessum hryllingi sem við erum að upplifa í Úkraínu“ sagði Felix að lokum,“ segir í bréfinu. Þá er bent á að 2019 hafi stjórn RÚV ákveðið að senda íslenska þátttakendur í Eurovision-samkomuna sem þá var haldin í Ísrael. „Sama ár og keppnin skyldi haldin í Ísrael höfðu ísraelskir hermenn drepið 219 vopnlausa mótmælendur á Gazaströndinni og þar af 28 börn,“ er bent á í bréfinu. Jafnframt að vikurnar áður höfðu mörg þúsund manns undirritað áskorun þar sem hvatt var til sniðgöngu gagnvart Eurovision í Ísrael. Grundvallast afstaða til mannréttindabrota á því hver fremur ódæðin? En RÚV hafi tekið ákvörðun um þátttöku á þeim forsendum að ekki væri er um pólitískan viðburð að ræða heldur „þvert á móti samkomu ólíkra þjóða sem allt frá stofnun hefur haft að megintilgangi og leiðarljósi að breiða út boðskap sameiningar- og friðarkrafts sem felst í dægurtónlist og menningu almennt“ eins og sagði þá í tilkynningu RÚV. Eins og þjóðin man fór hljómsveitin Hatari til Ísrael og náði að setja sitt mark á hátíðina með því að veifa Palestínuborða. Í bréfi Hjálmtýs er þá farið yfir illvirki Ísraela sem hefur verið þátttakandi í Eurovision frá 1973M og hefur ekki dregið af sér við að ræna landi Palestínumanna, svipta þá mannréttindum og drepa þúsundir allt þetta tímabil: „Frá síðustu aldamótum hefur Ísraelsher drepið 2,198 palestínsk börn. Við vitum ekki hvað þessi her hefur drepið mörg börn frá 1973 - en sé miðað við meðaltal áranna 2000 - 2021 er heildin um 5,000 börn. Ekkert land hefur fengið jafn margar ávítur hjá SÞ og Ísrael fyrir brot á samþykktum samtakanna og brot á alþjóðasamþykktum.“ Í bréfinu er tíundað að „þrenn virt mannréttindasamtök (Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem) hafa öll, eftir ítarlegar rannsóknir, lýst því yfir að í Ísrael ríki apartheid, þ.e. fólki er mismunað eftir uppruna og trú. Apartheid er ólögleg stefna skv. samþykktum SÞ - samtaka sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1946.“ Hvað hefur breyst? Það er í ljósi þessa sem stjórn félagsins Ísland – Palestína telur að hljóti að vekja upp spurningar – hvað hafi breyst: Hver er munurinn á „hryllingnum í Úkraínu“ og framferði Ísraelshers í landi Palestínumanna að áliti stjórnenda RÚV? Getur stjórn RÚV upplýst hvers vegna RÚV styður þátttöku Ísraels í ljósi þess að það ríki hefur í áratugi stundað mannréttindabrot í trássi við samþykktir SÞ og fleiri alþjóðasamtaka, en á síðan frumkvæði, ásamt öðrum útvarpsstöðvum Evrópu, að brottrekstri Rússlands. Hvers vegna er stjórnendum RÚV „greinilega ofboðið“ núna? Fer afstaða stjórnenda RÚV eftir því hver framkvæmir mannréttindabrot? Mannréttindi eru réttindi allra - án undantekninga eins og skráð er í alþjóðasamþykktum. Má vænta þess að stjórn RÚV endurskoði afstöðu sína til veru Ísraels í Eurovision í ljósi þess að RÚV hefur tekið afstöðu gegn mannréttindabrotum Rússlands? Bréfið birti Hjálmtýr nýverið á Facebook og ljóst af viðbrögðum að ýmsir bíða svara Stefáns útvarpsstjóra með nokkurri eftirvæntingu. Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mannréttindi Rússland Ísrael Innrás Rússa í Úkraínu Palestína Tengdar fréttir Bein útsending: Dramatíkin í Söngvakeppninni á dagskrá Pallborðsins Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 17. mars 2022 12:16 Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. 15. mars 2022 13:31 Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31 Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. 12. mars 2022 22:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Bréfið er dagsett 8. mars en samkvæmt reglum stofnunarinnar ber henni að svara erindum sem þessum innan hálfs mánaðar. Í erindinu er rakið að rússneskur her hafi ráðist inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Næsta dag hafi verið tekin um það ákvörðun í stýrihópi Eurovision að meina Rússum þátttöku í samkomunni sem að þessu sinni verður haldin í Ítalíu. Stjórn Evrópusambands útvarpsstöðva hafi síðan samþykkt þessa ályktun. Rússar út vegna hryllingsins í Úkraínu „Felix Bergsson, sem situr í stýrihópi Eurovision, tilkynnti í Kastljósi RÚV þ. 25. febrúar að stýrihópurinn hefði tekið einróma ákvörðun um að Rússland fengi ekki verið með í ár. Felix Bergsson sagði að „auðvitað reynum við alltaf að halda í þetta ópólitíska yfirbragð sem er á Eurovisionkeppninni og við reynum alltaf að leggja áherslu á að þetta sé ópólitískur viðburður. En núna var mönnum hreinlega nóg boðið“. Að sögn Felix Bergssonar komu yfirlýsingar frá sjónvarpsstöðvum, og þar á meðal RÚV um að vísa beri Rússlandi úr Eurovision. „Það er bara að mönnum er greinilega ofboðið. Þetta er allt út af þessum hryllingi sem við erum að upplifa í Úkraínu“ sagði Felix að lokum,“ segir í bréfinu. Þá er bent á að 2019 hafi stjórn RÚV ákveðið að senda íslenska þátttakendur í Eurovision-samkomuna sem þá var haldin í Ísrael. „Sama ár og keppnin skyldi haldin í Ísrael höfðu ísraelskir hermenn drepið 219 vopnlausa mótmælendur á Gazaströndinni og þar af 28 börn,“ er bent á í bréfinu. Jafnframt að vikurnar áður höfðu mörg þúsund manns undirritað áskorun þar sem hvatt var til sniðgöngu gagnvart Eurovision í Ísrael. Grundvallast afstaða til mannréttindabrota á því hver fremur ódæðin? En RÚV hafi tekið ákvörðun um þátttöku á þeim forsendum að ekki væri er um pólitískan viðburð að ræða heldur „þvert á móti samkomu ólíkra þjóða sem allt frá stofnun hefur haft að megintilgangi og leiðarljósi að breiða út boðskap sameiningar- og friðarkrafts sem felst í dægurtónlist og menningu almennt“ eins og sagði þá í tilkynningu RÚV. Eins og þjóðin man fór hljómsveitin Hatari til Ísrael og náði að setja sitt mark á hátíðina með því að veifa Palestínuborða. Í bréfi Hjálmtýs er þá farið yfir illvirki Ísraela sem hefur verið þátttakandi í Eurovision frá 1973M og hefur ekki dregið af sér við að ræna landi Palestínumanna, svipta þá mannréttindum og drepa þúsundir allt þetta tímabil: „Frá síðustu aldamótum hefur Ísraelsher drepið 2,198 palestínsk börn. Við vitum ekki hvað þessi her hefur drepið mörg börn frá 1973 - en sé miðað við meðaltal áranna 2000 - 2021 er heildin um 5,000 börn. Ekkert land hefur fengið jafn margar ávítur hjá SÞ og Ísrael fyrir brot á samþykktum samtakanna og brot á alþjóðasamþykktum.“ Í bréfinu er tíundað að „þrenn virt mannréttindasamtök (Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem) hafa öll, eftir ítarlegar rannsóknir, lýst því yfir að í Ísrael ríki apartheid, þ.e. fólki er mismunað eftir uppruna og trú. Apartheid er ólögleg stefna skv. samþykktum SÞ - samtaka sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1946.“ Hvað hefur breyst? Það er í ljósi þessa sem stjórn félagsins Ísland – Palestína telur að hljóti að vekja upp spurningar – hvað hafi breyst: Hver er munurinn á „hryllingnum í Úkraínu“ og framferði Ísraelshers í landi Palestínumanna að áliti stjórnenda RÚV? Getur stjórn RÚV upplýst hvers vegna RÚV styður þátttöku Ísraels í ljósi þess að það ríki hefur í áratugi stundað mannréttindabrot í trássi við samþykktir SÞ og fleiri alþjóðasamtaka, en á síðan frumkvæði, ásamt öðrum útvarpsstöðvum Evrópu, að brottrekstri Rússlands. Hvers vegna er stjórnendum RÚV „greinilega ofboðið“ núna? Fer afstaða stjórnenda RÚV eftir því hver framkvæmir mannréttindabrot? Mannréttindi eru réttindi allra - án undantekninga eins og skráð er í alþjóðasamþykktum. Má vænta þess að stjórn RÚV endurskoði afstöðu sína til veru Ísraels í Eurovision í ljósi þess að RÚV hefur tekið afstöðu gegn mannréttindabrotum Rússlands? Bréfið birti Hjálmtýr nýverið á Facebook og ljóst af viðbrögðum að ýmsir bíða svara Stefáns útvarpsstjóra með nokkurri eftirvæntingu.
Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mannréttindi Rússland Ísrael Innrás Rússa í Úkraínu Palestína Tengdar fréttir Bein útsending: Dramatíkin í Söngvakeppninni á dagskrá Pallborðsins Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 17. mars 2022 12:16 Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. 15. mars 2022 13:31 Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31 Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. 12. mars 2022 22:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Bein útsending: Dramatíkin í Söngvakeppninni á dagskrá Pallborðsins Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 17. mars 2022 12:16
Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. 15. mars 2022 13:31
Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31
Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. 12. mars 2022 22:15