Tónlist

Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sigga, Elín og Beta Eyþórsdættur eiga framlag Íslendinga til Eurovision í ár. Með þeim á sviðinu verður bróðir þeirra Eyþór.
Sigga, Elín og Beta Eyþórsdættur eiga framlag Íslendinga til Eurovision í ár. Með þeim á sviðinu verður bróðir þeirra Eyþór. Vísir/Hulda Margrét Óladóttir

Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið.

„Maður er á fullu að setja sig inn í þennan heim sem maður er fyrst núna að kynnast, maður er að meðtaka þetta,“ segir Elín. Þær systur segjast ekki vera Eurovision nördar en hafi þó alltaf fylgst með keppninni. 

„Nú þurfum við að fara að koma okkur inn í þessa senu og vinna heimavinnuna okkar sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Beta. Aðspurðar út í atriðið sjálft þá svara þær því að atriðið verði fínpússað eitthvað en ekki breytt algjörlega.

„Það verða nýir búningar alveg klárt mál. Við ætlum ekki að gera ykkur það að fara þarna inn og dansa,“ segir Elín.  „Það er annað hvort að syngja eða dansa, við getum ekki sungið og dansað,“ segir Beta og hlær. „Mjög mikill athyglisbrestur.“

„Það væri ótrúlega skemmtilegt og fyndið,“ sagði Elín þegar þær voru spurðar hvort foreldrar þeirra, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson gætu ekki farið með þeim á sviðið þar sem þau eru bara fjögur í atriðinu en leyfilegt er að vera með sex einstaklinga á sviðinu í Eurovision.

„Við útilokum ekkert.“

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þær meðal annars um viðtalið við 60 minutes, undirbúninginn fyrir Ítalíu og margt fleira. 


Tengdar fréttir

Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið

Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu.

Elín Ey og Íris Tanja nýtt par

Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og leikkonan Íris Tanja Flygenring eru nýtt par. Parið byrjaði nýlega saman og eru þær býsna lukkulegar með hvor aðra. Íris Tanja hefur stutt Elínu í gegnum Söngvakeppnina og er ánægð með árangurinn.

Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag

Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.