Bankareikningum Chelsea lokað tímabundið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2022 19:15 Thomas Tuchel er þjálfari Chelsea. Hann hefur þurft að svara ýmsum spurningum fjölmiðla er varða eigendur félagsins. Robbie Jay Barratt/Getty Images Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands. Breska ríkisstjórnin telur tengsl Abramovich við Kremlin og þar með við Vladimir Pútín forseta Rússlands nægilega mikil til þess að banna honum að eiga í viðskiptum innan Bretlands eða við fyrirtæki landsins. Þá fær hann ekki að selja Chelsea, félagið fær ekki að selja miða á leiki sína né varning og þá má það ekki semja við leikmenn sem eru að renna út á samning. Þó félagið hafi fengið sérstakt leyfi til að halda starfsemi sinni áfram voru ýmis viðurlög sett. Til að mynda hversu mikið félagið mætti eyða í ferðalög. Nú hafa bankareikningar félagsins verið frystir tímabundið. Ástæðan er samkvæmt Sky Sports sú að Barclays þarf tíma til að skoða reikninga Chelsea vegna leyfisins sem félagið fékk til að halda áfram starfsemi sinni. Chelsea vonast til að bankareikningarnir verði opnaðir sem fyrst en það er ljóst að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á félagið. Þá hafa kreditkort félagsins einnig verði fryst tímabundið. Chelsea s bank account has been temporarily suspended by Barclays following sanctions placed on Roman Abramovich by the UK government pic.twitter.com/j8VjdpS5X2— B/R Football (@brfootball) March 11, 2022 Samkvæmt Kaveh Solhekol, blaðamanni Sky, þá er Barclays að skoða hvort bankinn geti átt í viðskiptum við Chelsea þar sem Abramovich er enn eigandi félagsins þó svo að bankareikningurinn sé í nafni Chelsea. „Bankinn vill vera viss um að Chelsea sé aðeins að eyða peningum í það sem ríkisstjórnin hefur gefið þeim leyfi fyrir,“ segir Solhekol í frétt Sky um málið. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Bretland England Tengdar fréttir Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31 Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Breska ríkisstjórnin telur tengsl Abramovich við Kremlin og þar með við Vladimir Pútín forseta Rússlands nægilega mikil til þess að banna honum að eiga í viðskiptum innan Bretlands eða við fyrirtæki landsins. Þá fær hann ekki að selja Chelsea, félagið fær ekki að selja miða á leiki sína né varning og þá má það ekki semja við leikmenn sem eru að renna út á samning. Þó félagið hafi fengið sérstakt leyfi til að halda starfsemi sinni áfram voru ýmis viðurlög sett. Til að mynda hversu mikið félagið mætti eyða í ferðalög. Nú hafa bankareikningar félagsins verið frystir tímabundið. Ástæðan er samkvæmt Sky Sports sú að Barclays þarf tíma til að skoða reikninga Chelsea vegna leyfisins sem félagið fékk til að halda áfram starfsemi sinni. Chelsea vonast til að bankareikningarnir verði opnaðir sem fyrst en það er ljóst að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á félagið. Þá hafa kreditkort félagsins einnig verði fryst tímabundið. Chelsea s bank account has been temporarily suspended by Barclays following sanctions placed on Roman Abramovich by the UK government pic.twitter.com/j8VjdpS5X2— B/R Football (@brfootball) March 11, 2022 Samkvæmt Kaveh Solhekol, blaðamanni Sky, þá er Barclays að skoða hvort bankinn geti átt í viðskiptum við Chelsea þar sem Abramovich er enn eigandi félagsins þó svo að bankareikningurinn sé í nafni Chelsea. „Bankinn vill vera viss um að Chelsea sé aðeins að eyða peningum í það sem ríkisstjórnin hefur gefið þeim leyfi fyrir,“ segir Solhekol í frétt Sky um málið.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Bretland England Tengdar fréttir Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31 Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31
Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30