Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2022 19:21 Zelenskyy segist vera forseti siðmenntaðrar þjóðar sem hvorki eigi né ætli að koma sér upp gereyðingarvopnum. Hann óttast hins vegar að ásakanir Rússa í þeim efnum séu til marks um að þeir hyggist beita efnavopnum í innrás sinni í Úkraínu. AP/forsetaembætti Úkraínu Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. Þótt margt bendi til að innrás Rússa í Úkraínu hafi ekki gengið eins hratt fyrir sig og áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir er langt í frá að hún sé máttlítil. Stórskotaliðs- og loftárásir þeirra halda áfram að valda mannfalli, tjóni og skelfingu í borgum og bæjum víðs vegar um Úkraínu. Stórskotliðs- og eldflaugaárásir Rússa hafa valdið töluverðu mannfalli og miklum skemmdum á borgum og bæjum í Úkraínu, eins og í Kharkiv.AP/Andrew Marienko Nægir þar að nefna Chernihiv, Sumy og Kharkiv í norður- og austurhluta landsins. Áframhald mikilla átaka í Donetsk og Luhansk í austri sem staðið hafa yfir allt frá árinu 2014. Ekki má gleyma umsátrinu og árásunum á Mariupol í suðaustri þar sem 430 þúsund manns búa við algeran hrylling. Í suðri hafa Rússar náð yfirráðum yfir borgunum Kherson og Mykolaiv og stefna á Odessa. Grafík/Ragnar Visage Í nótt gerðu Rússar síðan loftárásir á Dnipro við samnefnda á og dal þaðan sem eru 480 kílómetrar norður til Kænugarðs, og borgina Lutsk langt vestur af Kænugarði. Þeir hafa aldrei áður gert loftárás svo vestarlega. Úkraína er víðfem eða sex sinnum stærri en Ísland og þar búa fjörtíu milljónir manna.Grafík/Ragnar Visage Það verður aftur á móti ekki auðvelt að hertaka alla Úkraínu sem er mjög stórt land, rúmlega 603 þúsund ferkílómetrar, eða sex sinnum stærri en Ísland. Áhyggjur af efnavopnatali Rússa Rússar hafa gefið í skyn að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum. Zelenskyy Úkraínuforseti segir ásakanirnar segja meira um Rússa en Úkraínumenn sem ættu engin slík vopn og ætluðu sér ekki að komast yfir þau. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum vegna þess að við höfum ítrekað orðið þess vör að ef þú vilt komast að stefnu Rússa, skaltu kynna þér ásakanir þeirra á hendur öðrum,“ segir Zelenskyy. Boris Johnson tekur undir með Zelenskyy um að Rússar leiki gjarnan þann leik að saka andstæðinga sína um að stunda óhæfuverk sem þeir stundi og skipuleggi sjálfir.AP/Czarek Sokolowski Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tekur í sama streng. Rússar hermi eigin gjörðir upp á aðra í lygaherferðum sínum. „Við sáum það gerast í Sýrlandi og jafnvel hér í Bretlandi.“ Reiknar þú með að það gerist næst? „Þetta er lýsing á því hvernig þeir eru. Þeir eru nú þegar að þessu. Þetta er kaldrifjuð og villimannsleg stjórn,“ segir Johnson í viðtali. Mótspyrna Úkraínuhers hefur komið Rússum í opna skjöldu.AP/Andrew Marienko Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Úkraínu til nágrannaríkjanna í vestri. Nú er talið að um eða yfir 2,4 milljónir hafi flúið landið. Biden segir Putin hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman á öðrum degi fundar síns um Úkraínu í Frakklandi í dag. Þeir lofa Úkraínumönnum auknum fjármunum í neyðaraðstoð og til vopnakaupa og að aðildarumsókn þeirra að sambandinu fái eins skjóta afgreiðslu og hægt er. Það var kært með einræðisherrunum Alexander Lukashenka og Vladimir Putin forsetum Hvítarússlands og Rússlands þegar þeir hittust í Moskvu í dag.AP/Mikhail Klimentyev Á sama tíma ræðir Putin við hershöfðingja sína um að senda 16 þúsund erlenda málaliða, aðallega frá Sýrlandi, til Úkraínu og segir best ef ekki þurfi að greiða þeim laun. Putin fundar einnig með þeim örfáu vinum sem hann á í hópi erlendra þjóðarleiðtoga, eins og Alexander Lukashenka forseta Hvítarússlands í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin forseta Rússlands hafa reiknað með sundruðum Vesturlöndum og NATO ríkjum.AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segir einingu Vesturlanda hafa komið Putin á óvart. „Putin reiknaði með sundruðu Atlantshafsbandalagi, sundruðum Vesturlöndum og í hreinskilni sagt sundruðum Bandaríkjum. En ekkert af því gekk eftir. Þess í stað mætir hann enn sameinaðri, kraftmeiri og áræðnari NATO og Vesturlöndum en hann hefði nokkru sinni getað órað fyrir,“ segir Joe Biden. Farið var yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33 Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. 11. mars 2022 13:00 Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda. 11. mars 2022 12:20 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn færast nær sigri Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 11. mars 2022 06:49 Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 06:20 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Þótt margt bendi til að innrás Rússa í Úkraínu hafi ekki gengið eins hratt fyrir sig og áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir er langt í frá að hún sé máttlítil. Stórskotaliðs- og loftárásir þeirra halda áfram að valda mannfalli, tjóni og skelfingu í borgum og bæjum víðs vegar um Úkraínu. Stórskotliðs- og eldflaugaárásir Rússa hafa valdið töluverðu mannfalli og miklum skemmdum á borgum og bæjum í Úkraínu, eins og í Kharkiv.AP/Andrew Marienko Nægir þar að nefna Chernihiv, Sumy og Kharkiv í norður- og austurhluta landsins. Áframhald mikilla átaka í Donetsk og Luhansk í austri sem staðið hafa yfir allt frá árinu 2014. Ekki má gleyma umsátrinu og árásunum á Mariupol í suðaustri þar sem 430 þúsund manns búa við algeran hrylling. Í suðri hafa Rússar náð yfirráðum yfir borgunum Kherson og Mykolaiv og stefna á Odessa. Grafík/Ragnar Visage Í nótt gerðu Rússar síðan loftárásir á Dnipro við samnefnda á og dal þaðan sem eru 480 kílómetrar norður til Kænugarðs, og borgina Lutsk langt vestur af Kænugarði. Þeir hafa aldrei áður gert loftárás svo vestarlega. Úkraína er víðfem eða sex sinnum stærri en Ísland og þar búa fjörtíu milljónir manna.Grafík/Ragnar Visage Það verður aftur á móti ekki auðvelt að hertaka alla Úkraínu sem er mjög stórt land, rúmlega 603 þúsund ferkílómetrar, eða sex sinnum stærri en Ísland. Áhyggjur af efnavopnatali Rússa Rússar hafa gefið í skyn að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum. Zelenskyy Úkraínuforseti segir ásakanirnar segja meira um Rússa en Úkraínumenn sem ættu engin slík vopn og ætluðu sér ekki að komast yfir þau. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum vegna þess að við höfum ítrekað orðið þess vör að ef þú vilt komast að stefnu Rússa, skaltu kynna þér ásakanir þeirra á hendur öðrum,“ segir Zelenskyy. Boris Johnson tekur undir með Zelenskyy um að Rússar leiki gjarnan þann leik að saka andstæðinga sína um að stunda óhæfuverk sem þeir stundi og skipuleggi sjálfir.AP/Czarek Sokolowski Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tekur í sama streng. Rússar hermi eigin gjörðir upp á aðra í lygaherferðum sínum. „Við sáum það gerast í Sýrlandi og jafnvel hér í Bretlandi.“ Reiknar þú með að það gerist næst? „Þetta er lýsing á því hvernig þeir eru. Þeir eru nú þegar að þessu. Þetta er kaldrifjuð og villimannsleg stjórn,“ segir Johnson í viðtali. Mótspyrna Úkraínuhers hefur komið Rússum í opna skjöldu.AP/Andrew Marienko Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Úkraínu til nágrannaríkjanna í vestri. Nú er talið að um eða yfir 2,4 milljónir hafi flúið landið. Biden segir Putin hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman á öðrum degi fundar síns um Úkraínu í Frakklandi í dag. Þeir lofa Úkraínumönnum auknum fjármunum í neyðaraðstoð og til vopnakaupa og að aðildarumsókn þeirra að sambandinu fái eins skjóta afgreiðslu og hægt er. Það var kært með einræðisherrunum Alexander Lukashenka og Vladimir Putin forsetum Hvítarússlands og Rússlands þegar þeir hittust í Moskvu í dag.AP/Mikhail Klimentyev Á sama tíma ræðir Putin við hershöfðingja sína um að senda 16 þúsund erlenda málaliða, aðallega frá Sýrlandi, til Úkraínu og segir best ef ekki þurfi að greiða þeim laun. Putin fundar einnig með þeim örfáu vinum sem hann á í hópi erlendra þjóðarleiðtoga, eins og Alexander Lukashenka forseta Hvítarússlands í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin forseta Rússlands hafa reiknað með sundruðum Vesturlöndum og NATO ríkjum.AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segir einingu Vesturlanda hafa komið Putin á óvart. „Putin reiknaði með sundruðu Atlantshafsbandalagi, sundruðum Vesturlöndum og í hreinskilni sagt sundruðum Bandaríkjum. En ekkert af því gekk eftir. Þess í stað mætir hann enn sameinaðri, kraftmeiri og áræðnari NATO og Vesturlöndum en hann hefði nokkru sinni getað órað fyrir,“ segir Joe Biden. Farið var yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33 Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. 11. mars 2022 13:00 Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda. 11. mars 2022 12:20 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn færast nær sigri Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 11. mars 2022 06:49 Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 06:20 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33 Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. 11. mars 2022 13:00
Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda. 11. mars 2022 12:20
Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn færast nær sigri Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 11. mars 2022 06:49
Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 06:20