Vaktin: Sjá ekki fyrir endann á átökunum í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. mars 2022 21:20 Úkraínskur sjálfboðaliði virðir fyrir sér lík rússnesks manns nærri Kharkív. AP/Andrew Marienko Ekkert lát er á átökunum í Úkraínu en rússneski herinn er sagður hafa sótt fram nærri Kænugarði í dag. Þá funduðu utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag en fundurinn bar lítinn árangur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í Evrópu og Bandaríkjunum sjá ekki fyrir sér að átökunum í Úkraínu ljúkí í bráð. Líklegast muni þau dragast á langinn með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna segja það áróður Rússa að Úkraínumenn hafi unnið að þróun efna- eða kjarnorkuvopna, með aðstoð Bandaríkjamanna. Rússar hafi varpað sambærilegum ásökunum fram varðandi önnur ríki í Austur-Evrópu í gegnum árin. Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir, né mögulegur fundur Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Bandaríkin bættust í dag í hóp annarra landa sem hafa farið fram á rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Selenskí sagðist fullviss um að Rússar yrðu sóttir til saka. Bretar hafa fryst eignir sjö rússneskra auðmanna, meðal annars Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea. Félagið mun hvorki geta selt nýja miða á leiki né varning. Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir þrátt fyrir mikla óvissu. Bankinn mun þó draga úr magnbundinni íhlutun hraðar en áður var áætlað. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vill Ísland í Nató. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í Evrópu og Bandaríkjunum sjá ekki fyrir sér að átökunum í Úkraínu ljúkí í bráð. Líklegast muni þau dragast á langinn með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna segja það áróður Rússa að Úkraínumenn hafi unnið að þróun efna- eða kjarnorkuvopna, með aðstoð Bandaríkjamanna. Rússar hafi varpað sambærilegum ásökunum fram varðandi önnur ríki í Austur-Evrópu í gegnum árin. Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir, né mögulegur fundur Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Bandaríkin bættust í dag í hóp annarra landa sem hafa farið fram á rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Selenskí sagðist fullviss um að Rússar yrðu sóttir til saka. Bretar hafa fryst eignir sjö rússneskra auðmanna, meðal annars Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea. Félagið mun hvorki geta selt nýja miða á leiki né varning. Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir þrátt fyrir mikla óvissu. Bankinn mun þó draga úr magnbundinni íhlutun hraðar en áður var áætlað. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vill Ísland í Nató. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira