Óprúttnir aðilar seldu Landspítala ónothæfan hlífðarbúnað:Fleiri fyrirtæki lentu í því sama Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. mars 2022 19:00 Ólafur Daði Andrason framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Vísir/Sigurjón Óprúttnir aðilar nýttu sér neyðarástandið sem skapaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins og seldu Landspítalanum ófullnægjandi hlífðarbúnað. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir slíkt hafa komið upp hjá fleiri fyrirtækjum í faraldrinum. Landspítalinn keypti hlífðarfatnað fyrir starfsfólk sitt fyrir tólf og hálfa milljón króna af fimm fyrirtækjum árið 2019. Árlegur kostnaður spítalans vegna hlífðarfatnaðar eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst hefur hins vegar ríflega hundraðfaldast. Á árunum 2020 og 2021 greiddi spítalinn einn komma sex milljarð króna til sautján fyrirtækja, níu íslenskra og átta erlendra. „Þetta var á tímum sem öll heimsbyggðin var að leita af sömu vörum og því gríðarlegur skortur á þeim en sem betur fer tókst okkur að útvega allan nauðsynlegan búnað en hann kostaði verulegar fjárhæðir. Til að mynda er hægt að taka einfalt dæmi um innkaupaverð á hlífðargrímu. Það var um 12-13 krónur í janúar 2020 en fór í um 250-300 kr. þegar kórónuveirufaraldurinn skall á að þunga í mars sama ár. Í dag er verðið svo aftur búið að lækka og er svona um ellefu krónur á stykkið, segir“ Ólafur Darri Andrason framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Ekki útboð vegna neyðarástands Hann segir að sökum neyðarástandsins hafi ekki verið leitað opinbers útboðs í upphafi faraldursins við þessi innkaup og vísar í 39. grein laga um opinber innkaup þar sem það er heimilt í slíku ástandi. „Svo má kannski segja að hlutirnir hafi færst í eðlilegra horf svona á haustdögum árið 2020 þegar kemur að þessum innkaupum. Þá voru hlutirnir í hefðbundnum farvegi,“ segir Ólafur Darri. Fengu gallaðar vörur frá Kína Ólafur Darri segir að sökum neyðarástandsins hafi heldur ekki verið hægt að sannreyna vörurnar áður en þær komu. „Því miður reyndist hluti af vörunum ekki nothæfur þ.e. ekki standast öryggisstaðla og við höfum því ekki getað notað þær. Ég geri ráð fyrir því að birgjarnir sem hafa verið að selja okkur þessar vörur hafi í raun verið að kaupa köttinn í sekknum frá framleiðandanum. Þetta voru mest vörur sem komu frá Kína í þessum ólgusjó sem var þarna um páskanna árið 2020,“ segir hann. Hann segir að þetta hafi verið mikil vonbrigði. „Auðvitað verður maður fyrir gríðarlegum vonbrigðum þegar á neyðarstundu verið er að kaupa vöru dýrum dómi og svo kemur í ljós að hún er ekki nothæf,“ segir hann. Ekki einsdæmi Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirtæki hafa leitað til félagsins vegna sambærilegra mála. „Við þekkjum því miður þessi dæmi þetta kom upp í viðskiptum íslenskra fyrirtækja við kínversk fyrirtæki í faraldrinum. Þetta voru mjög óheiðarlegir viðskiptahættir. Við höfum því hafið samstarf og samtal við kínversk stjórnvöld um að það sé ekki verið að selja fyrirtækjum köttinn í sekknum,“ segir Ólafur. Félag íslenskra atvinnurekenda hefur gert athugasemdir við að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Ólafur segist hafa skilning á að það hafi verið neyðarástand í upphafi kórónuveirufaraldursins og því hægt að víkja frá opinberu útboði líkt og Landspítalinn gerði en það hafi ekki ríkt allan tímann frá því faraldurinn hófst. „Okkur finnst mjög hæpið að gera undantekningarregluna og neyðarréttinn að hinni almennu reglu sem gildir jafnvel misserum saman. Það er mikilvæg vörn fyrir þá sem eru í viðskiptum við hið opinbera að það sé farið eftir reglum og viðskiptum boðin út,“ segir Ólafur. Fyrirtæki hafi sýnt samfélagslega ábyrgð Aðspurður hvað honum finnst um þær gríðarlegu verðhækkanir sem urðu á ýmsum nauðsynlegum heilbrigðisvörum í upphafi faraldursins. Þá hvort samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja eigi ekki að koma til í neyðarástandi, svarar Ólafur: „Þetta er bara fyrsta blaðsíða í hagfræði. Mjög stórt stökk í eftirspurn þegar framleiðsla stendur í stað þýðir einfaldlega miklu hærra verð. Svo eykst framleiðslan og verðið lækkar aftur. Ég get hins vegar fullyrt það að þar sem ég þekki til lögðu fyrirtæki mjög mikið á sig til að ná nauðsynlegum heilbrigðisvörum til landsins í upphafi faraldurs og þá sýndu menn einmitt samfélagslega ábyrgð og lögðu ekki óhóflega á vörurnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður ríkisins vegna skimana vel á 10 milljarða króna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti nú rétt í þessu svar við fyrirspurn frá Bergþóri Ólafssyni Miðflokki en hann vildi hver kostnaður við skimanir vegna COVID-19 væri. Svarið er: 9.227.332.740 krónur. 7. mars 2022 15:43 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10. febrúar 2022 13:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Landspítalinn keypti hlífðarfatnað fyrir starfsfólk sitt fyrir tólf og hálfa milljón króna af fimm fyrirtækjum árið 2019. Árlegur kostnaður spítalans vegna hlífðarfatnaðar eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst hefur hins vegar ríflega hundraðfaldast. Á árunum 2020 og 2021 greiddi spítalinn einn komma sex milljarð króna til sautján fyrirtækja, níu íslenskra og átta erlendra. „Þetta var á tímum sem öll heimsbyggðin var að leita af sömu vörum og því gríðarlegur skortur á þeim en sem betur fer tókst okkur að útvega allan nauðsynlegan búnað en hann kostaði verulegar fjárhæðir. Til að mynda er hægt að taka einfalt dæmi um innkaupaverð á hlífðargrímu. Það var um 12-13 krónur í janúar 2020 en fór í um 250-300 kr. þegar kórónuveirufaraldurinn skall á að þunga í mars sama ár. Í dag er verðið svo aftur búið að lækka og er svona um ellefu krónur á stykkið, segir“ Ólafur Darri Andrason framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Ekki útboð vegna neyðarástands Hann segir að sökum neyðarástandsins hafi ekki verið leitað opinbers útboðs í upphafi faraldursins við þessi innkaup og vísar í 39. grein laga um opinber innkaup þar sem það er heimilt í slíku ástandi. „Svo má kannski segja að hlutirnir hafi færst í eðlilegra horf svona á haustdögum árið 2020 þegar kemur að þessum innkaupum. Þá voru hlutirnir í hefðbundnum farvegi,“ segir Ólafur Darri. Fengu gallaðar vörur frá Kína Ólafur Darri segir að sökum neyðarástandsins hafi heldur ekki verið hægt að sannreyna vörurnar áður en þær komu. „Því miður reyndist hluti af vörunum ekki nothæfur þ.e. ekki standast öryggisstaðla og við höfum því ekki getað notað þær. Ég geri ráð fyrir því að birgjarnir sem hafa verið að selja okkur þessar vörur hafi í raun verið að kaupa köttinn í sekknum frá framleiðandanum. Þetta voru mest vörur sem komu frá Kína í þessum ólgusjó sem var þarna um páskanna árið 2020,“ segir hann. Hann segir að þetta hafi verið mikil vonbrigði. „Auðvitað verður maður fyrir gríðarlegum vonbrigðum þegar á neyðarstundu verið er að kaupa vöru dýrum dómi og svo kemur í ljós að hún er ekki nothæf,“ segir hann. Ekki einsdæmi Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirtæki hafa leitað til félagsins vegna sambærilegra mála. „Við þekkjum því miður þessi dæmi þetta kom upp í viðskiptum íslenskra fyrirtækja við kínversk fyrirtæki í faraldrinum. Þetta voru mjög óheiðarlegir viðskiptahættir. Við höfum því hafið samstarf og samtal við kínversk stjórnvöld um að það sé ekki verið að selja fyrirtækjum köttinn í sekknum,“ segir Ólafur. Félag íslenskra atvinnurekenda hefur gert athugasemdir við að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Ólafur segist hafa skilning á að það hafi verið neyðarástand í upphafi kórónuveirufaraldursins og því hægt að víkja frá opinberu útboði líkt og Landspítalinn gerði en það hafi ekki ríkt allan tímann frá því faraldurinn hófst. „Okkur finnst mjög hæpið að gera undantekningarregluna og neyðarréttinn að hinni almennu reglu sem gildir jafnvel misserum saman. Það er mikilvæg vörn fyrir þá sem eru í viðskiptum við hið opinbera að það sé farið eftir reglum og viðskiptum boðin út,“ segir Ólafur. Fyrirtæki hafi sýnt samfélagslega ábyrgð Aðspurður hvað honum finnst um þær gríðarlegu verðhækkanir sem urðu á ýmsum nauðsynlegum heilbrigðisvörum í upphafi faraldursins. Þá hvort samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja eigi ekki að koma til í neyðarástandi, svarar Ólafur: „Þetta er bara fyrsta blaðsíða í hagfræði. Mjög stórt stökk í eftirspurn þegar framleiðsla stendur í stað þýðir einfaldlega miklu hærra verð. Svo eykst framleiðslan og verðið lækkar aftur. Ég get hins vegar fullyrt það að þar sem ég þekki til lögðu fyrirtæki mjög mikið á sig til að ná nauðsynlegum heilbrigðisvörum til landsins í upphafi faraldurs og þá sýndu menn einmitt samfélagslega ábyrgð og lögðu ekki óhóflega á vörurnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður ríkisins vegna skimana vel á 10 milljarða króna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti nú rétt í þessu svar við fyrirspurn frá Bergþóri Ólafssyni Miðflokki en hann vildi hver kostnaður við skimanir vegna COVID-19 væri. Svarið er: 9.227.332.740 krónur. 7. mars 2022 15:43 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10. febrúar 2022 13:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Kostnaður ríkisins vegna skimana vel á 10 milljarða króna Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti nú rétt í þessu svar við fyrirspurn frá Bergþóri Ólafssyni Miðflokki en hann vildi hver kostnaður við skimanir vegna COVID-19 væri. Svarið er: 9.227.332.740 krónur. 7. mars 2022 15:43
Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52
Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10. febrúar 2022 13:40