Íslenski boltinn

Selfyssingar fá markvörð frá Keflavík

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tiffany Sornpao í leik með Keflvíkingum. Hún mun leika með Selfyssingum á komandi tímabili.
Tiffany Sornpao í leik með Keflvíkingum. Hún mun leika með Selfyssingum á komandi tímabili. Vísir/Hulda Margrét

Markvörðurinn Tiffany Sornpao hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss um að leika með kvennaliði félagsins í Bestu deildinni í sumar. 

Sonrpao gengur til liðs við Selfyssinga frá Keflavík þar sem hún lék á seinasta tímabili og var valin í úrvalslið Pepsi Max deildarinnar.

Sornpao er 24 ára og fædd í Bandaríkjunum, en er ættuð frá Tælandi. Hún lék í bandaríska háskólaboltanum áður en hún kom til Íslands og á að baki sex A-landsleiki fyrir Tæland.

„Ég er rosalega ánægður með að fá Tiffany til liðs við okkur. Hún sýndi það í deildinni í fyrra að hún er góður markmaður og miðað við allt sem ég hef skoðað og eftir að hafa fylgst með henni spila á Asíuleikunum í síðasta mánuði þá er hún líka býsna örugg í fótunum,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, meðal annars í tilkynningu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×