Erlent

Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO

Smári Jökull Jónsson skrifar
John Bolton var öryggisráðgjafi Donald Trump í forsetatíð hans.
John Bolton var öryggisráðgjafi Donald Trump í forsetatíð hans. Vísir/Getty

Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO.

Þetta kemur fram í viðtali sem Washington Post tók við Bolton í dag. Hann segir að hann, Mike Pompeo fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Mark Esper fyrrverandi varnarmálaráðherra, hafi verið agndofa yfir því hvernig Trump kom fram við Úkraínumenn. Þeir hafi talið að styrkja þyrfti varnir Úkraínu gegn Rússum. 

Ennfremur segir Bolton að hann telji að Trump hafi ætlað sér að losa Bandaríkin úr NATO og að það hafi verið það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi verið að bíða eftir áður en hann myndi fyrirskipa innrás Rússa í Úkraínu.

Eins og flestir vita varð ekkert af því að Donald Trump yrði endurkjörinn sem forseti en Trump tjáði sig ítrekað um NATO og krafðist þess að aðrar þjóðir myndu leggja meiri pening að mörkum til bandalagsins en þær gerðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×