Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2022 04:34 Rússar beindu sjónum sínum snemma að Kherson en skammt frá stendur Kakhovka-stíflan. Svæðið var áður helsta vatnsuppspretta íbúa Krímskaga en úkraínsk stjórnvöld skrúfuðu fyrir kranann þegar Rússar innlimuðu Krím. epa/Maxar Technologies Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. Borgarstjórinn, Igor Kolykhaiev, sagði hins vegar á Facebook í gærkvöldi að vopnaðir menn hefðu heimsótt borgarstjórn. Hann og aðrir ráðamenn hefðu verið óvopnaðir og ekki sýnt ógnandi hegðun. Hann sagði engar úkraínskar hersveitir í borginni, aðeins almenna borgara sem vildu lifa sínu lífi. Kolykhaiev gaf til kynna að hann hefði reynt að eiga viðræður við innrásarliðið; hann hefði engu lofað og aðeins sagst vilja tryggja að lífið héldi áfram sinn vanagang í borginni. Þá hefði hann beðið þá um að skjóta ekki á fólk. Myndir úr öryggismyndavélum, sem hafa meðal annars verið birtar af The Guardian, sýna rússneskar brynvarðar bifreiðar í miðborg Kherson og rússneska hermenn við eftirlitsstörf. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana. Bifreiðum sem flytja mat, lyf og aðrar nauðsynjar verður heimilað að koma inn í borgina en fólki hefur verið ráðlagt að ganga ekki um í hópum til að ögra ekki innrásarliðinu. Kolykhaiev sagði borgaryfirvöld nú vinna að því að tryggja borgina frá áhrifum innrásarinnar. Úkraníski fáninn blakti enn við hún og til þess að svo yrði áfram yrði að uppfylla fyrrnefnd skilyrði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Borgarstjórinn, Igor Kolykhaiev, sagði hins vegar á Facebook í gærkvöldi að vopnaðir menn hefðu heimsótt borgarstjórn. Hann og aðrir ráðamenn hefðu verið óvopnaðir og ekki sýnt ógnandi hegðun. Hann sagði engar úkraínskar hersveitir í borginni, aðeins almenna borgara sem vildu lifa sínu lífi. Kolykhaiev gaf til kynna að hann hefði reynt að eiga viðræður við innrásarliðið; hann hefði engu lofað og aðeins sagst vilja tryggja að lífið héldi áfram sinn vanagang í borginni. Þá hefði hann beðið þá um að skjóta ekki á fólk. Myndir úr öryggismyndavélum, sem hafa meðal annars verið birtar af The Guardian, sýna rússneskar brynvarðar bifreiðar í miðborg Kherson og rússneska hermenn við eftirlitsstörf. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana. Bifreiðum sem flytja mat, lyf og aðrar nauðsynjar verður heimilað að koma inn í borgina en fólki hefur verið ráðlagt að ganga ekki um í hópum til að ögra ekki innrásarliðinu. Kolykhaiev sagði borgaryfirvöld nú vinna að því að tryggja borgina frá áhrifum innrásarinnar. Úkraníski fáninn blakti enn við hún og til þess að svo yrði áfram yrði að uppfylla fyrrnefnd skilyrði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira