Erlent

Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rússar og Hvítrússar geta ekki lengur keypt sér maltnesk vegabréf.
Rússar og Hvítrússar geta ekki lengur keypt sér maltnesk vegabréf. Getty/Baris Seckin

Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur.  

Malta er aðildarríki að Evrópusambandinu, sem hefur hert verulega viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa AP greinir frá. 

Vegabréfaprógrammið hefur verið harðlega gagnrýnt en með því að sækja um slíkt vegabréf fá einstaklingar ríkisborgararétt á Möltu og hefur prógrammið verið einn helsti tekjustofn maltneska ríkisins frá árinu 2014. 

Margir evrópskir viðskiptamenn hafa nýtt sér gyllta vegabréfið til að kaupa sér ríkisborgararétt að Evrópusambandinu. Maltneska ríkið segir í yfirlýsingu að enginn þeirra, sem keypt hafa sér ríkisborgararétt með þessum hætti, sé á lista Evrópusambandsins yfir þá sem beittir eru viðskiptaþvingunum í sambandi við stríðið í Úkraínu. 

Með vegabréfaprógramminu fá erlendir ríkisborgarar þriggja ára ríkisborgararétt á Möltu en fyrir það þurfa þeir að greiða 600 þúsund evrur. Þá geta þeir greitt 750 þúsund evrur og keypt húsnæði fyrir 700 þúsund evrur fyrir tólf mánaða ríkisborgararétt. 


Tengdar fréttir

Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði

Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley.

Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar

Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.