Frysta eigur Seðlabanka Rússlands og aftengja vissa banka frá SWIFT Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 26. febrúar 2022 22:37 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti aðgerðirnar í kvöld. Getty/Thierry Monasse Ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Bretland og Kanada hafa komist að samkomulagi um að loka aðgangi tiltekinna rússneskra banka að SWIFT, greiðslukerfi sem notað er við miðlun fjármuna milli alþjóðlegra banka. Aðgerðirnar munu gera þeim bönkum sem bannið nær til erfiðara fyrir að millifæra peninga til og frá landinu. Bannið gæti því einnig gert Rússum erfitt um vik þegar kemur að ýmsum inn- og útflutningi en Rússar reiða sig á SWIFT-greiðslukerfið við olíu- og gasútflutning. Aðgerðin mun hafa veruleg hamlandi áhrif á alþjóðlega starfsemi bankanna en gæti sömuleiðis torveldað viðskipti vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum í Rússlandi. Einnig stendur til að beita Seðlabanka Rússlands refsiaðgerðum og fleiri rússneskum auðjöfrum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti aðgerðirnar í kvöld. Meðal þeirra refsiaðgerða gegn Rússlandi sem kynntar voru er að frysta eigur Seðlabanka Rússlands víða um heim. Í yfirlýsingu Ursulu von der Leyen, segir að seðlabankinn muni ekki geta stundað viðskipti eða selt eigur sínar sem hafa verið frystar. Munu aðgerðirnar koma til með að einangra hagkerfi Rússlands enn frekar frá umheiminum. Að sögn von der Leyen mun frystingin koma í veg fyrir að Rússar noti fjármuni sem Seðlabankinn eigi í öðrum ríkjunum til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Aðgerðirnar munu gera þeim bönkum sem bannið nær til erfiðara fyrir að millifæra peninga til og frá landinu. Bannið gæti því einnig gert Rússum erfitt um vik þegar kemur að ýmsum inn- og útflutningi en Rússar reiða sig á SWIFT-greiðslukerfið við olíu- og gasútflutning. Aðgerðin mun hafa veruleg hamlandi áhrif á alþjóðlega starfsemi bankanna en gæti sömuleiðis torveldað viðskipti vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum í Rússlandi. Einnig stendur til að beita Seðlabanka Rússlands refsiaðgerðum og fleiri rússneskum auðjöfrum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti aðgerðirnar í kvöld. Meðal þeirra refsiaðgerða gegn Rússlandi sem kynntar voru er að frysta eigur Seðlabanka Rússlands víða um heim. Í yfirlýsingu Ursulu von der Leyen, segir að seðlabankinn muni ekki geta stundað viðskipti eða selt eigur sínar sem hafa verið frystar. Munu aðgerðirnar koma til með að einangra hagkerfi Rússlands enn frekar frá umheiminum. Að sögn von der Leyen mun frystingin koma í veg fyrir að Rússar noti fjármuni sem Seðlabankinn eigi í öðrum ríkjunum til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01