Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Afdrifarík ákvörðun.
Afdrifarík ákvörðun. vísir/Getty

Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Liverpool í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma sem verður að teljast ótrúlegt miðað við fjölda góðra færa.

Chelsea fékk fullt af góðum færum í fyrri hálfleik en Liverpool fékk líklega besta færi fyrri hálfleiks þegar Sadio Mane brenndi af afar góðu færi um miðbik fyrri hálfleiks.

Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik nema hvað að Liverpool tókst að koma boltanum í netið þegar Joel Matip skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins.

Þar sem ekkert mark var skorað var framlengt. Varamaðurinn Romelu Lukaku skoraði laglegt mark á 98.mínútu en var dæmdur rangstæður.

Edouard Mendy, sem hafði átt frábæran leik í marki Chelsea, var skipt af velli á 119.mínútu þegar ljóst var að stefndi í vítaspyrnukeppni. Í hans stað kom Kepa Arrizabalaga og hann átti afleita innkomu.

Í vítaspyrnukeppninni voru markverðirnir; áðurnefndur Kepa og Caohmin Kelleher afar ósannfærandi á milli stanganna þar sem allar spyrnur útileikmanna höfnuðu í netinu. Staðan var því 10-10 þegar þeir þurftu sjálfir að taka vítaspyrnu. 

Kelleher skoraði af mjög miklu öryggi og setti pressuna á Kepa sem réði illa við það og negldi boltanum hátt yfir markið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira