Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2022 13:07 Biðröð eftir lest til Kænugarðs í bænum Kostiantynivka í Donetsk. AP/Vadim Ghirda Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. Loftvarnaflautur hljómuðu um Kænugarð höfuðborg Úkraínu í morgun annan daginn í röð. Götur borgarinnar eru nánast auðar. Fólk heldur sig heima, er í kjallurum, neðanjarðarlestarstöðvum eða á flótta frá borginni. Rússneskir skriðdrekar og brynvarðir bílar komu inn í Obolonsky hverfið í norðurhluta Kænugarðs í morgun og hersveitir sækja að borginni bæði úr norðri og austri. Frá Obolonsky liggur beinn vegur í suðurátt að Rada þinghúsi Úkraínu. Í nótt skutu Rússar stórskotum að fjölbýlishúsi í Obolonsky hverfinu. Miklar skemmdir urðu á húsinu en engan sakaði. Þá hafa Rússar skotið flugskeytum á skotmörk hér og þar um landið í nótt að sögn Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Rússar ljúgi því að þeir ráðist ekki að borgaralegum skotmörkum. Rússar fullyrða að 150 úkraínskir hermenn hafi lagt niður vopn í austurhéruðunum. Fullyrðingar eru um mannfall á báða bóga. Bæði Rússar og Úkraínumenn segja að hundruð manna hafi fallið í átökum frá því í gær. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir öflug ríki Vesturlanda áhorfendur í varnarstríði Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafi ekki nægan fælingarmátt.AP/forsetaembætti Úkraínu Rússar segja markmið innrásarinnar að lama her Úkraínumanna. Á sama tíma kalla stjórnvöld í Úkraínu almenning til vopna án aldurstakmarkana og hafa beitt neyðarlögum til að banna karlmönnum á aldrinum 18 til sextíu ára að yfirgefa landið. Engu að síður er stríður straumur fólks á flótta til nágrannaríkja í vestri. „Öflugustu ríki heims horfa á átökin úr fjarska. Sannfærðu refsiaðgerðir gærdagsins Rússa,“ spyr Zelenskyy forseti. „Við heyrum það úr lofti og sjáum það á jörðu niðri að þær aðgerðir duga ekki til. Erlendur her reynir enn að gera sig gildandi á landsvæði okkar,“ sagði forsetinn í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Robert Habeck efnhags- og loftslagsráðherra Þýskalands segir fulltrúa Vesturlanda fyrr eða síðar verða að ræða við Rússa og það væru fleiri áhrifamenn í Rússlandi en Putin sem virtist veruleikafirrtur. Þýskaland og fleiri ríki væru mjög háð Rússum um kol og jarðgas. Í dag fengju Þjóðverjar um og yfir helming allra kola og jarðsgass frá Rússlandi. Robert Habeck efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands segir innrás Putins í Úkraínu geta flýtt fyrir orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu. Þannig gætu Rússar misst af miklum tekjum af útflutningi á kolum og jarðgasi.AP/Michael Sohn Habeck segir kaldhæðinslegt að staðan nú gæti hjálpað til við orkuskipti í Þýskalandi og Evrópu. „Nú sér fólk að orkuskiptin eru ekki einungis loftslagsmál heldur einnig öryggis- og varnarmál,“ segir þýski efnahags- og loftslagsráðherrann. Vopnin geti því snúist í höndum Putins ef evrópuríki flýti orkuskiptunum og verði þar með minna háð orkugjöfum frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44 Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sjá meira
Loftvarnaflautur hljómuðu um Kænugarð höfuðborg Úkraínu í morgun annan daginn í röð. Götur borgarinnar eru nánast auðar. Fólk heldur sig heima, er í kjallurum, neðanjarðarlestarstöðvum eða á flótta frá borginni. Rússneskir skriðdrekar og brynvarðir bílar komu inn í Obolonsky hverfið í norðurhluta Kænugarðs í morgun og hersveitir sækja að borginni bæði úr norðri og austri. Frá Obolonsky liggur beinn vegur í suðurátt að Rada þinghúsi Úkraínu. Í nótt skutu Rússar stórskotum að fjölbýlishúsi í Obolonsky hverfinu. Miklar skemmdir urðu á húsinu en engan sakaði. Þá hafa Rússar skotið flugskeytum á skotmörk hér og þar um landið í nótt að sögn Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Rússar ljúgi því að þeir ráðist ekki að borgaralegum skotmörkum. Rússar fullyrða að 150 úkraínskir hermenn hafi lagt niður vopn í austurhéruðunum. Fullyrðingar eru um mannfall á báða bóga. Bæði Rússar og Úkraínumenn segja að hundruð manna hafi fallið í átökum frá því í gær. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir öflug ríki Vesturlanda áhorfendur í varnarstríði Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafi ekki nægan fælingarmátt.AP/forsetaembætti Úkraínu Rússar segja markmið innrásarinnar að lama her Úkraínumanna. Á sama tíma kalla stjórnvöld í Úkraínu almenning til vopna án aldurstakmarkana og hafa beitt neyðarlögum til að banna karlmönnum á aldrinum 18 til sextíu ára að yfirgefa landið. Engu að síður er stríður straumur fólks á flótta til nágrannaríkja í vestri. „Öflugustu ríki heims horfa á átökin úr fjarska. Sannfærðu refsiaðgerðir gærdagsins Rússa,“ spyr Zelenskyy forseti. „Við heyrum það úr lofti og sjáum það á jörðu niðri að þær aðgerðir duga ekki til. Erlendur her reynir enn að gera sig gildandi á landsvæði okkar,“ sagði forsetinn í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Robert Habeck efnhags- og loftslagsráðherra Þýskalands segir fulltrúa Vesturlanda fyrr eða síðar verða að ræða við Rússa og það væru fleiri áhrifamenn í Rússlandi en Putin sem virtist veruleikafirrtur. Þýskaland og fleiri ríki væru mjög háð Rússum um kol og jarðgas. Í dag fengju Þjóðverjar um og yfir helming allra kola og jarðsgass frá Rússlandi. Robert Habeck efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands segir innrás Putins í Úkraínu geta flýtt fyrir orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu. Þannig gætu Rússar misst af miklum tekjum af útflutningi á kolum og jarðgasi.AP/Michael Sohn Habeck segir kaldhæðinslegt að staðan nú gæti hjálpað til við orkuskipti í Þýskalandi og Evrópu. „Nú sér fólk að orkuskiptin eru ekki einungis loftslagsmál heldur einnig öryggis- og varnarmál,“ segir þýski efnahags- og loftslagsráðherrann. Vopnin geti því snúist í höndum Putins ef evrópuríki flýti orkuskiptunum og verði þar með minna háð orkugjöfum frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44 Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sjá meira
Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44
Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent