Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2022 13:07 Biðröð eftir lest til Kænugarðs í bænum Kostiantynivka í Donetsk. AP/Vadim Ghirda Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. Loftvarnaflautur hljómuðu um Kænugarð höfuðborg Úkraínu í morgun annan daginn í röð. Götur borgarinnar eru nánast auðar. Fólk heldur sig heima, er í kjallurum, neðanjarðarlestarstöðvum eða á flótta frá borginni. Rússneskir skriðdrekar og brynvarðir bílar komu inn í Obolonsky hverfið í norðurhluta Kænugarðs í morgun og hersveitir sækja að borginni bæði úr norðri og austri. Frá Obolonsky liggur beinn vegur í suðurátt að Rada þinghúsi Úkraínu. Í nótt skutu Rússar stórskotum að fjölbýlishúsi í Obolonsky hverfinu. Miklar skemmdir urðu á húsinu en engan sakaði. Þá hafa Rússar skotið flugskeytum á skotmörk hér og þar um landið í nótt að sögn Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Rússar ljúgi því að þeir ráðist ekki að borgaralegum skotmörkum. Rússar fullyrða að 150 úkraínskir hermenn hafi lagt niður vopn í austurhéruðunum. Fullyrðingar eru um mannfall á báða bóga. Bæði Rússar og Úkraínumenn segja að hundruð manna hafi fallið í átökum frá því í gær. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir öflug ríki Vesturlanda áhorfendur í varnarstríði Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafi ekki nægan fælingarmátt.AP/forsetaembætti Úkraínu Rússar segja markmið innrásarinnar að lama her Úkraínumanna. Á sama tíma kalla stjórnvöld í Úkraínu almenning til vopna án aldurstakmarkana og hafa beitt neyðarlögum til að banna karlmönnum á aldrinum 18 til sextíu ára að yfirgefa landið. Engu að síður er stríður straumur fólks á flótta til nágrannaríkja í vestri. „Öflugustu ríki heims horfa á átökin úr fjarska. Sannfærðu refsiaðgerðir gærdagsins Rússa,“ spyr Zelenskyy forseti. „Við heyrum það úr lofti og sjáum það á jörðu niðri að þær aðgerðir duga ekki til. Erlendur her reynir enn að gera sig gildandi á landsvæði okkar,“ sagði forsetinn í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Robert Habeck efnhags- og loftslagsráðherra Þýskalands segir fulltrúa Vesturlanda fyrr eða síðar verða að ræða við Rússa og það væru fleiri áhrifamenn í Rússlandi en Putin sem virtist veruleikafirrtur. Þýskaland og fleiri ríki væru mjög háð Rússum um kol og jarðgas. Í dag fengju Þjóðverjar um og yfir helming allra kola og jarðsgass frá Rússlandi. Robert Habeck efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands segir innrás Putins í Úkraínu geta flýtt fyrir orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu. Þannig gætu Rússar misst af miklum tekjum af útflutningi á kolum og jarðgasi.AP/Michael Sohn Habeck segir kaldhæðinslegt að staðan nú gæti hjálpað til við orkuskipti í Þýskalandi og Evrópu. „Nú sér fólk að orkuskiptin eru ekki einungis loftslagsmál heldur einnig öryggis- og varnarmál,“ segir þýski efnahags- og loftslagsráðherrann. Vopnin geti því snúist í höndum Putins ef evrópuríki flýti orkuskiptunum og verði þar með minna háð orkugjöfum frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44 Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Loftvarnaflautur hljómuðu um Kænugarð höfuðborg Úkraínu í morgun annan daginn í röð. Götur borgarinnar eru nánast auðar. Fólk heldur sig heima, er í kjallurum, neðanjarðarlestarstöðvum eða á flótta frá borginni. Rússneskir skriðdrekar og brynvarðir bílar komu inn í Obolonsky hverfið í norðurhluta Kænugarðs í morgun og hersveitir sækja að borginni bæði úr norðri og austri. Frá Obolonsky liggur beinn vegur í suðurátt að Rada þinghúsi Úkraínu. Í nótt skutu Rússar stórskotum að fjölbýlishúsi í Obolonsky hverfinu. Miklar skemmdir urðu á húsinu en engan sakaði. Þá hafa Rússar skotið flugskeytum á skotmörk hér og þar um landið í nótt að sögn Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Rússar ljúgi því að þeir ráðist ekki að borgaralegum skotmörkum. Rússar fullyrða að 150 úkraínskir hermenn hafi lagt niður vopn í austurhéruðunum. Fullyrðingar eru um mannfall á báða bóga. Bæði Rússar og Úkraínumenn segja að hundruð manna hafi fallið í átökum frá því í gær. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir öflug ríki Vesturlanda áhorfendur í varnarstríði Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafi ekki nægan fælingarmátt.AP/forsetaembætti Úkraínu Rússar segja markmið innrásarinnar að lama her Úkraínumanna. Á sama tíma kalla stjórnvöld í Úkraínu almenning til vopna án aldurstakmarkana og hafa beitt neyðarlögum til að banna karlmönnum á aldrinum 18 til sextíu ára að yfirgefa landið. Engu að síður er stríður straumur fólks á flótta til nágrannaríkja í vestri. „Öflugustu ríki heims horfa á átökin úr fjarska. Sannfærðu refsiaðgerðir gærdagsins Rússa,“ spyr Zelenskyy forseti. „Við heyrum það úr lofti og sjáum það á jörðu niðri að þær aðgerðir duga ekki til. Erlendur her reynir enn að gera sig gildandi á landsvæði okkar,“ sagði forsetinn í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Robert Habeck efnhags- og loftslagsráðherra Þýskalands segir fulltrúa Vesturlanda fyrr eða síðar verða að ræða við Rússa og það væru fleiri áhrifamenn í Rússlandi en Putin sem virtist veruleikafirrtur. Þýskaland og fleiri ríki væru mjög háð Rússum um kol og jarðgas. Í dag fengju Þjóðverjar um og yfir helming allra kola og jarðsgass frá Rússlandi. Robert Habeck efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands segir innrás Putins í Úkraínu geta flýtt fyrir orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu. Þannig gætu Rússar misst af miklum tekjum af útflutningi á kolum og jarðgasi.AP/Michael Sohn Habeck segir kaldhæðinslegt að staðan nú gæti hjálpað til við orkuskipti í Þýskalandi og Evrópu. „Nú sér fólk að orkuskiptin eru ekki einungis loftslagsmál heldur einnig öryggis- og varnarmál,“ segir þýski efnahags- og loftslagsráðherrann. Vopnin geti því snúist í höndum Putins ef evrópuríki flýti orkuskiptunum og verði þar með minna háð orkugjöfum frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44 Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44
Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30