Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2022 13:07 Biðröð eftir lest til Kænugarðs í bænum Kostiantynivka í Donetsk. AP/Vadim Ghirda Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. Loftvarnaflautur hljómuðu um Kænugarð höfuðborg Úkraínu í morgun annan daginn í röð. Götur borgarinnar eru nánast auðar. Fólk heldur sig heima, er í kjallurum, neðanjarðarlestarstöðvum eða á flótta frá borginni. Rússneskir skriðdrekar og brynvarðir bílar komu inn í Obolonsky hverfið í norðurhluta Kænugarðs í morgun og hersveitir sækja að borginni bæði úr norðri og austri. Frá Obolonsky liggur beinn vegur í suðurátt að Rada þinghúsi Úkraínu. Í nótt skutu Rússar stórskotum að fjölbýlishúsi í Obolonsky hverfinu. Miklar skemmdir urðu á húsinu en engan sakaði. Þá hafa Rússar skotið flugskeytum á skotmörk hér og þar um landið í nótt að sögn Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Rússar ljúgi því að þeir ráðist ekki að borgaralegum skotmörkum. Rússar fullyrða að 150 úkraínskir hermenn hafi lagt niður vopn í austurhéruðunum. Fullyrðingar eru um mannfall á báða bóga. Bæði Rússar og Úkraínumenn segja að hundruð manna hafi fallið í átökum frá því í gær. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir öflug ríki Vesturlanda áhorfendur í varnarstríði Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafi ekki nægan fælingarmátt.AP/forsetaembætti Úkraínu Rússar segja markmið innrásarinnar að lama her Úkraínumanna. Á sama tíma kalla stjórnvöld í Úkraínu almenning til vopna án aldurstakmarkana og hafa beitt neyðarlögum til að banna karlmönnum á aldrinum 18 til sextíu ára að yfirgefa landið. Engu að síður er stríður straumur fólks á flótta til nágrannaríkja í vestri. „Öflugustu ríki heims horfa á átökin úr fjarska. Sannfærðu refsiaðgerðir gærdagsins Rússa,“ spyr Zelenskyy forseti. „Við heyrum það úr lofti og sjáum það á jörðu niðri að þær aðgerðir duga ekki til. Erlendur her reynir enn að gera sig gildandi á landsvæði okkar,“ sagði forsetinn í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Robert Habeck efnhags- og loftslagsráðherra Þýskalands segir fulltrúa Vesturlanda fyrr eða síðar verða að ræða við Rússa og það væru fleiri áhrifamenn í Rússlandi en Putin sem virtist veruleikafirrtur. Þýskaland og fleiri ríki væru mjög háð Rússum um kol og jarðgas. Í dag fengju Þjóðverjar um og yfir helming allra kola og jarðsgass frá Rússlandi. Robert Habeck efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands segir innrás Putins í Úkraínu geta flýtt fyrir orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu. Þannig gætu Rússar misst af miklum tekjum af útflutningi á kolum og jarðgasi.AP/Michael Sohn Habeck segir kaldhæðinslegt að staðan nú gæti hjálpað til við orkuskipti í Þýskalandi og Evrópu. „Nú sér fólk að orkuskiptin eru ekki einungis loftslagsmál heldur einnig öryggis- og varnarmál,“ segir þýski efnahags- og loftslagsráðherrann. Vopnin geti því snúist í höndum Putins ef evrópuríki flýti orkuskiptunum og verði þar með minna háð orkugjöfum frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44 Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Loftvarnaflautur hljómuðu um Kænugarð höfuðborg Úkraínu í morgun annan daginn í röð. Götur borgarinnar eru nánast auðar. Fólk heldur sig heima, er í kjallurum, neðanjarðarlestarstöðvum eða á flótta frá borginni. Rússneskir skriðdrekar og brynvarðir bílar komu inn í Obolonsky hverfið í norðurhluta Kænugarðs í morgun og hersveitir sækja að borginni bæði úr norðri og austri. Frá Obolonsky liggur beinn vegur í suðurátt að Rada þinghúsi Úkraínu. Í nótt skutu Rússar stórskotum að fjölbýlishúsi í Obolonsky hverfinu. Miklar skemmdir urðu á húsinu en engan sakaði. Þá hafa Rússar skotið flugskeytum á skotmörk hér og þar um landið í nótt að sögn Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Rússar ljúgi því að þeir ráðist ekki að borgaralegum skotmörkum. Rússar fullyrða að 150 úkraínskir hermenn hafi lagt niður vopn í austurhéruðunum. Fullyrðingar eru um mannfall á báða bóga. Bæði Rússar og Úkraínumenn segja að hundruð manna hafi fallið í átökum frá því í gær. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir öflug ríki Vesturlanda áhorfendur í varnarstríði Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafi ekki nægan fælingarmátt.AP/forsetaembætti Úkraínu Rússar segja markmið innrásarinnar að lama her Úkraínumanna. Á sama tíma kalla stjórnvöld í Úkraínu almenning til vopna án aldurstakmarkana og hafa beitt neyðarlögum til að banna karlmönnum á aldrinum 18 til sextíu ára að yfirgefa landið. Engu að síður er stríður straumur fólks á flótta til nágrannaríkja í vestri. „Öflugustu ríki heims horfa á átökin úr fjarska. Sannfærðu refsiaðgerðir gærdagsins Rússa,“ spyr Zelenskyy forseti. „Við heyrum það úr lofti og sjáum það á jörðu niðri að þær aðgerðir duga ekki til. Erlendur her reynir enn að gera sig gildandi á landsvæði okkar,“ sagði forsetinn í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Robert Habeck efnhags- og loftslagsráðherra Þýskalands segir fulltrúa Vesturlanda fyrr eða síðar verða að ræða við Rússa og það væru fleiri áhrifamenn í Rússlandi en Putin sem virtist veruleikafirrtur. Þýskaland og fleiri ríki væru mjög háð Rússum um kol og jarðgas. Í dag fengju Þjóðverjar um og yfir helming allra kola og jarðsgass frá Rússlandi. Robert Habeck efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands segir innrás Putins í Úkraínu geta flýtt fyrir orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu. Þannig gætu Rússar misst af miklum tekjum af útflutningi á kolum og jarðgasi.AP/Michael Sohn Habeck segir kaldhæðinslegt að staðan nú gæti hjálpað til við orkuskipti í Þýskalandi og Evrópu. „Nú sér fólk að orkuskiptin eru ekki einungis loftslagsmál heldur einnig öryggis- og varnarmál,“ segir þýski efnahags- og loftslagsráðherrann. Vopnin geti því snúist í höndum Putins ef evrópuríki flýti orkuskiptunum og verði þar með minna háð orkugjöfum frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44 Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25. febrúar 2022 11:44
Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu. 25. febrúar 2022 10:30