Vanda og Sævar ósammála varðandi ráðningu Jóhannesar Karls Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 09:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var kynntur sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson, sem berjast um formannsembættið hjá KSÍ, hafa ólíka sýn á ráðningu KSÍ á Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem aðstoðarlandsliðsþjálfara en hann stýrði karlaliði ÍA áður en hann var ráðinn í síðasta mánuði. Vanda og Sævar mættu í sitt hvort viðtalið í Þungavigtinni í gær og geta áskrifendur hlustað á viðtölin á tal.is/vigtin. Mikael Nikulásson spurði Vöndu hvort henni þætti eðlilegt að KSÍ næði sér í þjálfara frá félagi í efstu deild, á miðju undirbúningstímabili, og greiddi fyrir það væna upphæð en hann fullyrti að KSÍ hefði greitt ÍA sex milljónir króna til að fá Jóhannes Karl. Skagamenn voru fljótir að fylla í skarð Jóhannesar Karls með ráðningu Jóns Þórs Haukssonar frá Vestra. „Á ári sem var í bullandi tapi fóru sex milljónir í þetta og eftir sitja Vestramenn ennþá þjálfaralausir. Hefði ekki verið mikið eðlilegra að taka einhvern annan inn og ræða við Jóhannes Karl í haust?“ spurði Mikael Vöndu. Tímasetningin óheppileg en Jóhannes efstur á lista Arnars Vanda, sem tók við sem formaður á aukaþingi KSÍ í byrjun október, sagði það trúnaðarmál hvað það hefði kostað sambandið að fá Jóhannes Karl. Tímasetningin hafi vissulega verið óheppileg en Arnar Þór Viðarsson vantaði aðstoðarmann eftir að stjórn KSÍ nýtti uppsagnarákvæði í samningi við Eið Smára Guðjohnsen í lok nóvember. „Þetta var náttúrulega bara þannig að hann [Jóhannes Karl] var efstur á lista hjá Arnari Þór. Við ræddum við Skagamenn, fengum leyfi, og það var inni í samningnum [á milli Jóhannesar og ÍA] að þetta væri eitthvað sem mætti gera. Tímasetningin var mjög óheppileg, ég veit það alveg, og við höfum sagt það,“ sagði Vanda. „Eigi að síður var þetta eitthvað sem við vildum fara í. Jóhannes Karl var til í þetta, Skagamennirnir voru til í þetta, og þetta var því niðurstaðan. Með Grétari Rafni [Steinssyni] er komið þarna teymi sem við trúum á til að leiða uppbygginguna á þessu liði,“ sagði Vanda. Klippa: Þungavigtin - Vanda og Sævar um ráðningu aðstoðarlandsliðsþjálfara Kristján Óli Sigurðsson spurði Sævar að því hvað honum þætti um að KSÍ réði landsliðsþjálfara frá íslensku félagi og greiddi fyrir það væna upphæð, og hvort honum þóknuðust þau vinnubrögð: „Skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan“ „Nei, ég get alveg verið heiðarlegur með það. Ekki eins og þessi mál hafa verið unnin. Mér finnst vanta þarna prótókóla og strúktúr. Hvernig stendur á því að ef þú ferð 2-3 ár aftur í tímann þá eru fjórar svona þjálfararáðningar sem ég man eftir? Jón Þór var fenginn frá Stjörnunni í A-landslið kvenna og þar var ekkert greitt eftir minni bestu vitund. Eiður Smári kom frá FH og þar var eitthvað greitt, og svo kemur Ólafur Ingi frá Fylki í unglingalandsliðin,“ sagði Sævar. „Þarna gagnrýni ég stjórn knattspyrnusambandsins. Stjórninni ber að gæta jafnræðis gagnvart félögunum. Ég skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan. Þarna þurfa að vera til prótókólar sem að stjórn og formaður geta leitað í, sem einfaldlega segja það að til þess að ráða landsliðsþjálfara þá megum við borga þetta. Ef þú ætlar að borga ÍA þá borgarðu Stjörnunni líka, og svo framvegis,“ sagði Sævar en hægt er að sjá svör hans og Vöndu í klippunni hér að ofan. Vanda og Sævar eru tvö í framboði til formanns KSÍ og kosið verður á ársþingi sambandsins á laugardaginn. KSÍ Þungavigtin Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Vanda og Sævar mættu í sitt hvort viðtalið í Þungavigtinni í gær og geta áskrifendur hlustað á viðtölin á tal.is/vigtin. Mikael Nikulásson spurði Vöndu hvort henni þætti eðlilegt að KSÍ næði sér í þjálfara frá félagi í efstu deild, á miðju undirbúningstímabili, og greiddi fyrir það væna upphæð en hann fullyrti að KSÍ hefði greitt ÍA sex milljónir króna til að fá Jóhannes Karl. Skagamenn voru fljótir að fylla í skarð Jóhannesar Karls með ráðningu Jóns Þórs Haukssonar frá Vestra. „Á ári sem var í bullandi tapi fóru sex milljónir í þetta og eftir sitja Vestramenn ennþá þjálfaralausir. Hefði ekki verið mikið eðlilegra að taka einhvern annan inn og ræða við Jóhannes Karl í haust?“ spurði Mikael Vöndu. Tímasetningin óheppileg en Jóhannes efstur á lista Arnars Vanda, sem tók við sem formaður á aukaþingi KSÍ í byrjun október, sagði það trúnaðarmál hvað það hefði kostað sambandið að fá Jóhannes Karl. Tímasetningin hafi vissulega verið óheppileg en Arnar Þór Viðarsson vantaði aðstoðarmann eftir að stjórn KSÍ nýtti uppsagnarákvæði í samningi við Eið Smára Guðjohnsen í lok nóvember. „Þetta var náttúrulega bara þannig að hann [Jóhannes Karl] var efstur á lista hjá Arnari Þór. Við ræddum við Skagamenn, fengum leyfi, og það var inni í samningnum [á milli Jóhannesar og ÍA] að þetta væri eitthvað sem mætti gera. Tímasetningin var mjög óheppileg, ég veit það alveg, og við höfum sagt það,“ sagði Vanda. „Eigi að síður var þetta eitthvað sem við vildum fara í. Jóhannes Karl var til í þetta, Skagamennirnir voru til í þetta, og þetta var því niðurstaðan. Með Grétari Rafni [Steinssyni] er komið þarna teymi sem við trúum á til að leiða uppbygginguna á þessu liði,“ sagði Vanda. Klippa: Þungavigtin - Vanda og Sævar um ráðningu aðstoðarlandsliðsþjálfara Kristján Óli Sigurðsson spurði Sævar að því hvað honum þætti um að KSÍ réði landsliðsþjálfara frá íslensku félagi og greiddi fyrir það væna upphæð, og hvort honum þóknuðust þau vinnubrögð: „Skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan“ „Nei, ég get alveg verið heiðarlegur með það. Ekki eins og þessi mál hafa verið unnin. Mér finnst vanta þarna prótókóla og strúktúr. Hvernig stendur á því að ef þú ferð 2-3 ár aftur í tímann þá eru fjórar svona þjálfararáðningar sem ég man eftir? Jón Þór var fenginn frá Stjörnunni í A-landslið kvenna og þar var ekkert greitt eftir minni bestu vitund. Eiður Smári kom frá FH og þar var eitthvað greitt, og svo kemur Ólafur Ingi frá Fylki í unglingalandsliðin,“ sagði Sævar. „Þarna gagnrýni ég stjórn knattspyrnusambandsins. Stjórninni ber að gæta jafnræðis gagnvart félögunum. Ég skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan. Þarna þurfa að vera til prótókólar sem að stjórn og formaður geta leitað í, sem einfaldlega segja það að til þess að ráða landsliðsþjálfara þá megum við borga þetta. Ef þú ætlar að borga ÍA þá borgarðu Stjörnunni líka, og svo framvegis,“ sagði Sævar en hægt er að sjá svör hans og Vöndu í klippunni hér að ofan. Vanda og Sævar eru tvö í framboði til formanns KSÍ og kosið verður á ársþingi sambandsins á laugardaginn.
KSÍ Þungavigtin Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti