Enginn leikmaður hefur snert boltann jafnsjaldan og Lukaku um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 21:00 Romelu Lukaku kom bara sjö sinnum við boltann í leiknum á móti Crystal Palace og eitt af þeim skiptum var upphafsspyrna leiksins. AP/Alberto Pezzali Romelu Lukaku er ein stærsta stjarnan í Chelsea liðinu og ætti að vera mesti markaskorari liðsins. Hann setti hins vegar met í að sjá lítið af boltanum í leik liðsins um helgina. Lukaku kom aðeins sjö sinnum við boltann í leiknum og ein af þessum snertingum var upphafsspyrna leiksins. Frá því að menn fóru að taka saman tölfræði yfir snertingar leikmanna við boltann á 2003-04 tímabilinu hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni komið svo sjaldan við boltann í leik þar sem þeir spila allar níutíu mínúturnar. Lukaku spilaði fremstur í 4-2-3-1 leikkerfinu og fyrir aftan hann voru þeir Kai Havertz, Christian Pulisic og Hakim Ziyech. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Lukaku komst í fréttirnar fyrr á tímabilinu þar sem hann opinberaði ónægju sína í blaðaviðtali um leikstíl Cheslea liðsins. Thomas Tuchel virtist leysa það mál innanhúss og Lukaku hefur spilað flesta leiki liðsins síðan. Belgíski markaskorarinn átti síðan mikinn þátt í sigri Chelsea í heimsmeistarakeppni félagsliða með því að skora í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Hann hefur hins vegar ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2022. Þegar liðið spilar jafn varfærin fótbolta og um helgina þá eru ekki miklar líkur að hann fari að raða inn mörkum. Chelsea náði reyndar að vinna leikinn þökk sé marki Hakim Ziyech á 89. mínútu leiksins. Lukaku sá aftur á móti svo lítið af boltanum að hann setti nýtt met. Hann skoraði síðast í deildinni á móti Brighton 29. desember síðastliðinn en frá þeim leik hefur hann spilað fjóra deildarleiki í röð án þess að skora og alls 350 af 360 mínútum í boði í þeim. Hér fyrir neðan má síðan sjá kort af því hvar Lukaku kom við boltann í leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Lukaku kom aðeins sjö sinnum við boltann í leiknum og ein af þessum snertingum var upphafsspyrna leiksins. Frá því að menn fóru að taka saman tölfræði yfir snertingar leikmanna við boltann á 2003-04 tímabilinu hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni komið svo sjaldan við boltann í leik þar sem þeir spila allar níutíu mínúturnar. Lukaku spilaði fremstur í 4-2-3-1 leikkerfinu og fyrir aftan hann voru þeir Kai Havertz, Christian Pulisic og Hakim Ziyech. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Lukaku komst í fréttirnar fyrr á tímabilinu þar sem hann opinberaði ónægju sína í blaðaviðtali um leikstíl Cheslea liðsins. Thomas Tuchel virtist leysa það mál innanhúss og Lukaku hefur spilað flesta leiki liðsins síðan. Belgíski markaskorarinn átti síðan mikinn þátt í sigri Chelsea í heimsmeistarakeppni félagsliða með því að skora í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Hann hefur hins vegar ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2022. Þegar liðið spilar jafn varfærin fótbolta og um helgina þá eru ekki miklar líkur að hann fari að raða inn mörkum. Chelsea náði reyndar að vinna leikinn þökk sé marki Hakim Ziyech á 89. mínútu leiksins. Lukaku sá aftur á móti svo lítið af boltanum að hann setti nýtt met. Hann skoraði síðast í deildinni á móti Brighton 29. desember síðastliðinn en frá þeim leik hefur hann spilað fjóra deildarleiki í röð án þess að skora og alls 350 af 360 mínútum í boði í þeim. Hér fyrir neðan má síðan sjá kort af því hvar Lukaku kom við boltann í leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira