Enginn leikmaður hefur snert boltann jafnsjaldan og Lukaku um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 21:00 Romelu Lukaku kom bara sjö sinnum við boltann í leiknum á móti Crystal Palace og eitt af þeim skiptum var upphafsspyrna leiksins. AP/Alberto Pezzali Romelu Lukaku er ein stærsta stjarnan í Chelsea liðinu og ætti að vera mesti markaskorari liðsins. Hann setti hins vegar met í að sjá lítið af boltanum í leik liðsins um helgina. Lukaku kom aðeins sjö sinnum við boltann í leiknum og ein af þessum snertingum var upphafsspyrna leiksins. Frá því að menn fóru að taka saman tölfræði yfir snertingar leikmanna við boltann á 2003-04 tímabilinu hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni komið svo sjaldan við boltann í leik þar sem þeir spila allar níutíu mínúturnar. Lukaku spilaði fremstur í 4-2-3-1 leikkerfinu og fyrir aftan hann voru þeir Kai Havertz, Christian Pulisic og Hakim Ziyech. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Lukaku komst í fréttirnar fyrr á tímabilinu þar sem hann opinberaði ónægju sína í blaðaviðtali um leikstíl Cheslea liðsins. Thomas Tuchel virtist leysa það mál innanhúss og Lukaku hefur spilað flesta leiki liðsins síðan. Belgíski markaskorarinn átti síðan mikinn þátt í sigri Chelsea í heimsmeistarakeppni félagsliða með því að skora í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Hann hefur hins vegar ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2022. Þegar liðið spilar jafn varfærin fótbolta og um helgina þá eru ekki miklar líkur að hann fari að raða inn mörkum. Chelsea náði reyndar að vinna leikinn þökk sé marki Hakim Ziyech á 89. mínútu leiksins. Lukaku sá aftur á móti svo lítið af boltanum að hann setti nýtt met. Hann skoraði síðast í deildinni á móti Brighton 29. desember síðastliðinn en frá þeim leik hefur hann spilað fjóra deildarleiki í röð án þess að skora og alls 350 af 360 mínútum í boði í þeim. Hér fyrir neðan má síðan sjá kort af því hvar Lukaku kom við boltann í leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Lukaku kom aðeins sjö sinnum við boltann í leiknum og ein af þessum snertingum var upphafsspyrna leiksins. Frá því að menn fóru að taka saman tölfræði yfir snertingar leikmanna við boltann á 2003-04 tímabilinu hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni komið svo sjaldan við boltann í leik þar sem þeir spila allar níutíu mínúturnar. Lukaku spilaði fremstur í 4-2-3-1 leikkerfinu og fyrir aftan hann voru þeir Kai Havertz, Christian Pulisic og Hakim Ziyech. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Lukaku komst í fréttirnar fyrr á tímabilinu þar sem hann opinberaði ónægju sína í blaðaviðtali um leikstíl Cheslea liðsins. Thomas Tuchel virtist leysa það mál innanhúss og Lukaku hefur spilað flesta leiki liðsins síðan. Belgíski markaskorarinn átti síðan mikinn þátt í sigri Chelsea í heimsmeistarakeppni félagsliða með því að skora í bæði undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum. Hann hefur hins vegar ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2022. Þegar liðið spilar jafn varfærin fótbolta og um helgina þá eru ekki miklar líkur að hann fari að raða inn mörkum. Chelsea náði reyndar að vinna leikinn þökk sé marki Hakim Ziyech á 89. mínútu leiksins. Lukaku sá aftur á móti svo lítið af boltanum að hann setti nýtt met. Hann skoraði síðast í deildinni á móti Brighton 29. desember síðastliðinn en frá þeim leik hefur hann spilað fjóra deildarleiki í röð án þess að skora og alls 350 af 360 mínútum í boði í þeim. Hér fyrir neðan má síðan sjá kort af því hvar Lukaku kom við boltann í leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira