Úlfarnir hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar og hafa verið á miklu flugi að undanförnu.
Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn því portúgalski miðjumaðurinn Ruben Neves kom Wolves yfir strax á níundu mínútu.
Ademola Lookman jafnaði metin fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé og fóru liðin með jafna stöðu í hálfleikinn.
Í síðari hálfleik var það svo Daniel Podence sem reyndist hetja heimamanna þegar hann skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins á 66.mínútu.