Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2022 16:30 Hermenn á víglínunni í austurhluta Úkraínu. AP/Alexei Alexandrov Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað. Biden ræddi við blaðamenn við Hvíta húsið í dag og sagði hann, samkvæmt AP fréttaveitunni, að engin ummerki hefðu sést varðandi það að Rússar væru að fækka hermönnum við landamæri Úkraínu, eins og þeir segjast vera að gera. Þá sagði Biden að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Rússar eru taldir hafa komið um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, krefst þess að í stuttu máli sagt að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfunum hefur verið hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja varðandi aðildarumsókn og mögulega samþykkt umsóknar. Rússar segjast ætla að bregðast við Ríkisstjórn Rússlands afhenti Bandaríkjamönnum í dag greinargerð þar sem Rússar gagnrýna Bandaríkin fyrir að vilja ekki ræða kröfur þeirra. Verði það ekki gert neyðist Rússar til að bregðast við. Samkvæmt frétt Moscow Times gætu þau viðbrögð verið „hernaðar-tæknilegs“ eðlis. Þá vilja Rússar að Bandaríkin og ríki NATO hætti að senda vopn til Úkraínu og taki þau vopn sem hafi verið veitt til landsins til baka. Þar að auki fjarlægi ríkin alla hernaðarráðgjafa frá landinu og hætti að taka þátt í sameiginlegum heræfingum með Úkraínuher Samhliða því að afhenda Bandaríkjamönnum áðurnefnda greinargerð vísuðu Rússar tveimur bandarískum erindrekum frá Rússlandi, samkvæmt frétt Reuters. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði í dag að forsetinn hefði miklar áhyggjur af ástandinu á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinnanna hafa skotið sprengjum yfir víglínuna í morgun en aðskilnaðarsinnarnir, sem Rússar standa þétt við bakið á, segja Úkraínumenn hafa skotið fyrst. Aðskilnaðarsinnar nærri Donetsk í austurhluta Úkraínu árið 2015.AP/Vadim Ghirda Peskov sagði Rússa hafa áhyggjur af því að nýtt stríð gæti brotist út við landamæri Rússlands. Pútín hélt því fram í vikunni að Úkraínumenn væru að fremja þjóðarmorð í austurhluta landsins. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Vopnahlé var gert árið 2015 en það hefur ítrekað verið brotið sem sprengjuárásum sem þessum. Vestrænir ráðamenn segjast ekki hafa séð ummerki um aukningu á þessum árásum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Rússar virtust vera að undirbúa árás á Úkraínu. Mögulega myndi hún hefjast á því Rússar sköpuðu átyllu til innrásar í austurhluta landsins. Það gæti verið fölsuð eða raunveruleg efnavopnaárás eða yfirlýsingar um að Úkraínumenn væru að brjóta á íbúum á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna. Pútín hélt því til að mynda fram að Úkraínumenn væru að fremja þjóðarmorð á svæðinu. Hann færði þó engar sannanir fyrir yfirlýsingu sinni. Ávarp Blinkens má sjá hér að neðan. Hafa séð Rússa safna blóði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að Rússar væru að flytja hermenn nær landamærum Úkraínu. Þá væru þeir búnir að flytja fleiri orrustuþotur á svæðið og auka viðbúnað þeirra í Svartahafi töluvert „Við höfum meira að segja séð Rússa auka blóðbirðgir sínar. Þú gerir það ekki að ástæðulausu og þú gerir það sérstaklega ekki ef þú ert að fara að pakka saman og fara heim," sagði Austin í dag. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sjá meira
Biden ræddi við blaðamenn við Hvíta húsið í dag og sagði hann, samkvæmt AP fréttaveitunni, að engin ummerki hefðu sést varðandi það að Rússar væru að fækka hermönnum við landamæri Úkraínu, eins og þeir segjast vera að gera. Þá sagði Biden að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Rússar eru taldir hafa komið um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, krefst þess að í stuttu máli sagt að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfunum hefur verið hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja varðandi aðildarumsókn og mögulega samþykkt umsóknar. Rússar segjast ætla að bregðast við Ríkisstjórn Rússlands afhenti Bandaríkjamönnum í dag greinargerð þar sem Rússar gagnrýna Bandaríkin fyrir að vilja ekki ræða kröfur þeirra. Verði það ekki gert neyðist Rússar til að bregðast við. Samkvæmt frétt Moscow Times gætu þau viðbrögð verið „hernaðar-tæknilegs“ eðlis. Þá vilja Rússar að Bandaríkin og ríki NATO hætti að senda vopn til Úkraínu og taki þau vopn sem hafi verið veitt til landsins til baka. Þar að auki fjarlægi ríkin alla hernaðarráðgjafa frá landinu og hætti að taka þátt í sameiginlegum heræfingum með Úkraínuher Samhliða því að afhenda Bandaríkjamönnum áðurnefnda greinargerð vísuðu Rússar tveimur bandarískum erindrekum frá Rússlandi, samkvæmt frétt Reuters. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði í dag að forsetinn hefði miklar áhyggjur af ástandinu á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinnanna hafa skotið sprengjum yfir víglínuna í morgun en aðskilnaðarsinnarnir, sem Rússar standa þétt við bakið á, segja Úkraínumenn hafa skotið fyrst. Aðskilnaðarsinnar nærri Donetsk í austurhluta Úkraínu árið 2015.AP/Vadim Ghirda Peskov sagði Rússa hafa áhyggjur af því að nýtt stríð gæti brotist út við landamæri Rússlands. Pútín hélt því fram í vikunni að Úkraínumenn væru að fremja þjóðarmorð í austurhluta landsins. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Vopnahlé var gert árið 2015 en það hefur ítrekað verið brotið sem sprengjuárásum sem þessum. Vestrænir ráðamenn segjast ekki hafa séð ummerki um aukningu á þessum árásum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Rússar virtust vera að undirbúa árás á Úkraínu. Mögulega myndi hún hefjast á því Rússar sköpuðu átyllu til innrásar í austurhluta landsins. Það gæti verið fölsuð eða raunveruleg efnavopnaárás eða yfirlýsingar um að Úkraínumenn væru að brjóta á íbúum á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna. Pútín hélt því til að mynda fram að Úkraínumenn væru að fremja þjóðarmorð á svæðinu. Hann færði þó engar sannanir fyrir yfirlýsingu sinni. Ávarp Blinkens má sjá hér að neðan. Hafa séð Rússa safna blóði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að Rússar væru að flytja hermenn nær landamærum Úkraínu. Þá væru þeir búnir að flytja fleiri orrustuþotur á svæðið og auka viðbúnað þeirra í Svartahafi töluvert „Við höfum meira að segja séð Rússa auka blóðbirðgir sínar. Þú gerir það ekki að ástæðulausu og þú gerir það sérstaklega ekki ef þú ert að fara að pakka saman og fara heim," sagði Austin í dag.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sjá meira
Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59
Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47