Erlent

Bakarís­ferð fjár­mála­ráð­herra Fær­eyja varð honum að falli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jørgen Niclasen, fjármála- og samgönguráðherra Færeyja, hefur sagt af sér embætti.
Jørgen Niclasen, fjármála- og samgönguráðherra Færeyja, hefur sagt af sér embætti. Kringvarpið

Jørgen Niclasen, fjármála- og samgönguráðherra Færeyja, hefur sagt af sér embætti eftir að hann var gripinn af lögreglu fyrir ölvunarakstur.

Frá þessu er greint í færeyskum fjölmiðlum. Í viðtali segir Niclasen að hann hafi verið stöðvaður af lögreglu er hann var á leið í bakarí eftir að hafa drukkið áfengi kvöldið áður.

„Ég hafði verið að drekka kvöldið áður og í hugsunarleysi fór ég á bílnum í bakaríið morguninn eftir til að kaupa brauð. Ég var stöðvaður af lögreglu,“ sagði Niclasen í viðtali við færeyska miðilinn VP.

Áfengismagn í andardrætti Niclasen reyndist of mikið eftir að hann blés í mæli hjá lögreglu. Segist ráðherrann fyrrverandi hafa gert mistök sem hann sjái eftir.

Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, mun tímabundið taka við embætti fjármálaráðherra á meðan Fólkaflokkurinn, flokkur Niclasen þar sem hann gegnir formennsku, ræðir stöðuna.


Tengdar fréttir

Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma

Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum.

Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga

Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja.

Segir Færeyjar verða stærri með göngum

Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×