Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2013 18:51 Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. Í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn stóðu stjórnvöld ríkjanna í samvinnu við Færeysk-íslenska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um aukið samstarf. Þar undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar þjóðanna viljayfirlýsingu, þar sem meðal annars er hnykkt á því að kannaðir verði kostir þess að leggja raforkusæstreng milli landanna. "Og kaupa orku frá Íslandi svo við getum rafvætt samfélagið í stað þess að nota olíu," sagði Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. "Við notum um 250 þúsund tonn af olíu í Færeyjum,en það samsvarar um það bil 25% af útflutningsverðmætum okkar, - sem fara bara í að kaupa olíu," sagði færeyski ráðherrann. Kirkjubær er helsti sögustaður eyjanna og skipar álíka sess hjá Færeyingum eins og Þingvellir og Skálholt meðal Íslendinga. Þar notuðu þau Katrín og Steingrímur tækifærið og þökkuðu Færeyingum fyrir að hafa fyrstir þjóða boðið Íslendingum lán eftir bankahrunið 2008, og það án nokkurra skilyrða, en lánið var greitt upp fyrir síðustu jól. "Nú er það komið á hreint hverjir vinir okkar eru. Númer eitt eru það Færeyingar. Númer tvö, Pólverjar," sagði Steingrímur um leið og hann bað viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir bestu vinum Íslendinga. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. Í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn stóðu stjórnvöld ríkjanna í samvinnu við Færeysk-íslenska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um aukið samstarf. Þar undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar þjóðanna viljayfirlýsingu, þar sem meðal annars er hnykkt á því að kannaðir verði kostir þess að leggja raforkusæstreng milli landanna. "Og kaupa orku frá Íslandi svo við getum rafvætt samfélagið í stað þess að nota olíu," sagði Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. "Við notum um 250 þúsund tonn af olíu í Færeyjum,en það samsvarar um það bil 25% af útflutningsverðmætum okkar, - sem fara bara í að kaupa olíu," sagði færeyski ráðherrann. Kirkjubær er helsti sögustaður eyjanna og skipar álíka sess hjá Færeyingum eins og Þingvellir og Skálholt meðal Íslendinga. Þar notuðu þau Katrín og Steingrímur tækifærið og þökkuðu Færeyingum fyrir að hafa fyrstir þjóða boðið Íslendingum lán eftir bankahrunið 2008, og það án nokkurra skilyrða, en lánið var greitt upp fyrir síðustu jól. "Nú er það komið á hreint hverjir vinir okkar eru. Númer eitt eru það Færeyingar. Númer tvö, Pólverjar," sagði Steingrímur um leið og hann bað viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir bestu vinum Íslendinga.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira