Enski boltinn

Man Utd kært fyrir dómaratuð leikmanna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þarna fóru menn yfir strikið að mati aganefndar enska knattspyrnusambandsins.
Þarna fóru menn yfir strikið að mati aganefndar enska knattspyrnusambandsins. vísir/Getty

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur lagt fram kæru á enska stórveldið Manchester United fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í leik liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Um er að ræða atvik sem átti sér stað á 53.mínútu leiksins þegar Lewis Dunk, varnarmaður Brighton, braut á sænska ungstirninu Anthony Elanga.

Peter Bankes, dómari leiksins, sýndi Dunk gula spjaldið og brutust í kjölfarið út hávær mótmæli leikmanna Man Utd sem aganefndin telur nú hafa verið fullkomlega yfir strikið.

Bruno Fernandes fékk gult spjald fyrir sinn þátt í mótmælunum.

Leikmenn Man Utd höfðu þó eitthvað til síns máls því eftir að Bankes hafði skoðað atvikið í VAR dró hann gula spjaldið til baka og rak Dunk af velli með rautt spjald.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Manchester United þar sem Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes voru á skotskónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×