Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 08:08 Almennir borgarar hafa sótt hernaðaræfingar til að undirbúa sig yrir yfirvofandi innrás. Getty/Sergei Chuzavkov Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. Spennan milli Rússlands og Úkraínu, og bandamanna hennar, hefur aukist gífurlega á undanförnum dögum og yfirvofandi innrás talin líklegri með hverjum deginum. Nú hefur rúmur tugur ríkja biðlað til ríkisborgara sinna í Úkraínu að fara þaðan, þar á meðal Ísland. Þúsundir söfnuðust saman í Kænugarði í gær til að mótmæla hernaðarumsvifum Rússa við landamærin að Úkraínu.AP Photo/Efrem Lukatsky Úkraínumenn virðast undir það búnir að Rússar ráðist inn í landið og hafa margir almennir borgarar til að mynda tekið þátt í hernaðaræfingum í Kænugarði. Biden og Pútín funduðu í gær Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í gær í von um að losa um spennuna sem myndast hefur milli vesturveldanna og Rússlands vegna Úkraínu. Biden varaði Pútín við því að vesturveldin muni svara af hörku ráðist Rússar inn í Úkraínu og muni slík innrás valda miklu kvalræði og einangra stjórnvöld í Moskvu. Meira en 100 þúsund rússneskir hermenn eru nú staddir á landamærum Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússar taka fyrir það. Hér má sjá gróft kort af því hvar rússneksar hersveitir eru staddar í kring um Úkraínu.Vísir/Google Maps Samkvæmt fréttum frá Hvíta húsinu bar fundurinn engan árangur og staðan er enn óbreytt. Þá segir í yfirlýsingu frá Kreml að Biden hafi ekki hlusað á áhyggjur Rússa um stækkun Atlantshafsbandalagsins og komu erlendra hermanna til Úkraínu. Ekkert í máli Pútíns bendi til innrásar Biden fundaði með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Volodymyr Zelenskiy forseta Úkraínu að loknum fundi hans með Pútín í gær en þeir hafa báðir fundað með Pútín á undanförnum dögum. Að sögn franska forsetaembættisins gaf ekkert til kynna í máli Pútíns við Frakklands- og Bandaríkjaforseta að Rússland væri að undirbúa innrás í Úkraínu. Gífurlegur fjöldi fólks safnaðist saman í Kænugarði í gær.Getty/Chris McGrath „Við munum samt sem áður fylgjast grannt með stöðu mála og starfsemi rússneska hersins til þess að forðast það versta,“ segir í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu. Biden hefur sömuleiðis fundað með Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem á landamæri við Úkraínu í norðri. Lúkasjenka og Pútín hafa verið nánir bandamenn og hræðast margir að ráðist Rússar inn í Úkraínu úr austri muni Hvítrússar ráðast inn úr norðri, þar sem hvítrússneski herinn er samankominn á landamærunum að Úkraínu. Rúmur tugur ríkja biðlar til ríkisborgara sinna að flýja Úkraínu Bandarísk yfirvöld hafa byrjað að flytja flest sendiráðsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Þá hefur utanríkisráðuneyti Íslands óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Mótmælendur bera fána sem á stendur: Úkraínumenn munu veita viðnám.Getty/Pavlo Gonchar Rússnesk yfirvöld hafa sömuleiðis tekið ákvörðun um að hagræða sinni utanríkisþjónustu í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kænugarði. Ísrael, Portúgal, Belgía, Bretland og fleiri ríki hafa sömuleiðis beint því til sinna ríkisborgara að yfirgefa Úkraínu. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Pútín hafi fundað með Alexander Lúkasjenka forseta Hvíta-Rússlands en þar átti að segja að Biden hafi fundað með honum. Þetta hefur verið leiðrétt. Úkraína Rússland Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Spennan milli Rússlands og Úkraínu, og bandamanna hennar, hefur aukist gífurlega á undanförnum dögum og yfirvofandi innrás talin líklegri með hverjum deginum. Nú hefur rúmur tugur ríkja biðlað til ríkisborgara sinna í Úkraínu að fara þaðan, þar á meðal Ísland. Þúsundir söfnuðust saman í Kænugarði í gær til að mótmæla hernaðarumsvifum Rússa við landamærin að Úkraínu.AP Photo/Efrem Lukatsky Úkraínumenn virðast undir það búnir að Rússar ráðist inn í landið og hafa margir almennir borgarar til að mynda tekið þátt í hernaðaræfingum í Kænugarði. Biden og Pútín funduðu í gær Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í gær í von um að losa um spennuna sem myndast hefur milli vesturveldanna og Rússlands vegna Úkraínu. Biden varaði Pútín við því að vesturveldin muni svara af hörku ráðist Rússar inn í Úkraínu og muni slík innrás valda miklu kvalræði og einangra stjórnvöld í Moskvu. Meira en 100 þúsund rússneskir hermenn eru nú staddir á landamærum Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússar taka fyrir það. Hér má sjá gróft kort af því hvar rússneksar hersveitir eru staddar í kring um Úkraínu.Vísir/Google Maps Samkvæmt fréttum frá Hvíta húsinu bar fundurinn engan árangur og staðan er enn óbreytt. Þá segir í yfirlýsingu frá Kreml að Biden hafi ekki hlusað á áhyggjur Rússa um stækkun Atlantshafsbandalagsins og komu erlendra hermanna til Úkraínu. Ekkert í máli Pútíns bendi til innrásar Biden fundaði með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Volodymyr Zelenskiy forseta Úkraínu að loknum fundi hans með Pútín í gær en þeir hafa báðir fundað með Pútín á undanförnum dögum. Að sögn franska forsetaembættisins gaf ekkert til kynna í máli Pútíns við Frakklands- og Bandaríkjaforseta að Rússland væri að undirbúa innrás í Úkraínu. Gífurlegur fjöldi fólks safnaðist saman í Kænugarði í gær.Getty/Chris McGrath „Við munum samt sem áður fylgjast grannt með stöðu mála og starfsemi rússneska hersins til þess að forðast það versta,“ segir í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu. Biden hefur sömuleiðis fundað með Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem á landamæri við Úkraínu í norðri. Lúkasjenka og Pútín hafa verið nánir bandamenn og hræðast margir að ráðist Rússar inn í Úkraínu úr austri muni Hvítrússar ráðast inn úr norðri, þar sem hvítrússneski herinn er samankominn á landamærunum að Úkraínu. Rúmur tugur ríkja biðlar til ríkisborgara sinna að flýja Úkraínu Bandarísk yfirvöld hafa byrjað að flytja flest sendiráðsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Þá hefur utanríkisráðuneyti Íslands óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Mótmælendur bera fána sem á stendur: Úkraínumenn munu veita viðnám.Getty/Pavlo Gonchar Rússnesk yfirvöld hafa sömuleiðis tekið ákvörðun um að hagræða sinni utanríkisþjónustu í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kænugarði. Ísrael, Portúgal, Belgía, Bretland og fleiri ríki hafa sömuleiðis beint því til sinna ríkisborgara að yfirgefa Úkraínu. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Pútín hafi fundað með Alexander Lúkasjenka forseta Hvíta-Rússlands en þar átti að segja að Biden hafi fundað með honum. Þetta hefur verið leiðrétt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08