Segir ekkert því til fyrirstöðu að dýraníðingurinn Zouma spili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2022 13:00 David Moyes, hinn skoski þjálfari West Ham United, mun halda áfram að velja Kurt Zouma í lið sitt. Charlotte Wilson/Getty Images David Moyes, þjálfari West Ham United, segir að Kurt Zouma sé til taks fyrir leik liðsins gegn Leicester City á sunnudag. Zouma hefur verið í fréttum eftir að hann náðist á myndband að sparka og slá til kattar sem hann á. Fyrir nokkrum dögum birtist myndband á samfélagsmiðlum þar sem Kurt Zouma, miðvörður West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sést níðast á köttunum sínum. Hann bæði sparkar í þá og slær. Hann baðst í kjölfarið afsökunar en atvikið hefur dregið dilk á eftir sér. Dýraverndunarsamtök hafa tekið kettina af Zouma, hann þarf að fara á námskeið þar sem hann lærir hvernig á að meðhöndla dýr, West Ham sektaði hann því sem nemur 50 milljónum íslenskra króna og íþróttavörumerkjarisinn Adidas sagði upp samningi sínum við leikmanninn. Þá hefur einn af styrktaraðilum West Ham sagt upp samningi sínum við félagið og annar íhugar að gera slíkt hið sama. David Moyes, þjálfari West Ham, sá hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að velja leikmanninn í byrjunarlið sitt er West Ham mætti Watford í liðinni viku og stefnir á að gera slíkt hið sama nú um helgina. "I'm not condoning him, his actions were terrible. They were diabolical but we've chosen to play him and we stand by that."— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2022 „Ég er ekki að leggja blessun mína yfir það sem hann gerði. Það var ógeðfelld en ég hef ákveðið að spila honum og ég stend við þá ákvörðun. West Ham hefur tæklað málið vel og félagið hefði vart geta gripið aðgerða fyrr en það gerði,“ sagði Moyes í viðtali fyrir leik helgarinnar. „Við munum aðstoða hann við að leita sér hjálpar. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa honum. Hann er fullur eftirsjár. Eins og allir aðrir þarf hann á smá fyrirgefningu að halda,“ bætti Moyes við. „Ég hef aldrei lent í neinu svona áður. Þetta sýnir að sem fótboltaþjálfari þá getur þú aldrei verið viss um hverskonar mál þú þarft að meðhöndla. Þetta er allt hluti af starfinu, við myndum þó frekar vilja að West Ham væri í fréttunum vegna gengi liðsins inna vallar en liðið er mjög gott. Ég er leiður að fókusinn hefur verið tekinn frá þeirri staðreynd þar sem við erum að eiga mjög gott tímabil,“ sagði Skotinn að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn West Ham reiðir þegar þeir komust að því að dýraníðingurinn væri launahæstur hjá félaginu Leikmenn West Ham United urðu æfir þegar þeir komust að því hvað dýraníðingurinn Kurt Zouma fær í vikulaun og vilja fá launahækkun. 11. febrúar 2022 13:01 Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 11. febrúar 2022 07:01 Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01 Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist myndband á samfélagsmiðlum þar sem Kurt Zouma, miðvörður West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sést níðast á köttunum sínum. Hann bæði sparkar í þá og slær. Hann baðst í kjölfarið afsökunar en atvikið hefur dregið dilk á eftir sér. Dýraverndunarsamtök hafa tekið kettina af Zouma, hann þarf að fara á námskeið þar sem hann lærir hvernig á að meðhöndla dýr, West Ham sektaði hann því sem nemur 50 milljónum íslenskra króna og íþróttavörumerkjarisinn Adidas sagði upp samningi sínum við leikmanninn. Þá hefur einn af styrktaraðilum West Ham sagt upp samningi sínum við félagið og annar íhugar að gera slíkt hið sama. David Moyes, þjálfari West Ham, sá hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að velja leikmanninn í byrjunarlið sitt er West Ham mætti Watford í liðinni viku og stefnir á að gera slíkt hið sama nú um helgina. "I'm not condoning him, his actions were terrible. They were diabolical but we've chosen to play him and we stand by that."— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2022 „Ég er ekki að leggja blessun mína yfir það sem hann gerði. Það var ógeðfelld en ég hef ákveðið að spila honum og ég stend við þá ákvörðun. West Ham hefur tæklað málið vel og félagið hefði vart geta gripið aðgerða fyrr en það gerði,“ sagði Moyes í viðtali fyrir leik helgarinnar. „Við munum aðstoða hann við að leita sér hjálpar. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa honum. Hann er fullur eftirsjár. Eins og allir aðrir þarf hann á smá fyrirgefningu að halda,“ bætti Moyes við. „Ég hef aldrei lent í neinu svona áður. Þetta sýnir að sem fótboltaþjálfari þá getur þú aldrei verið viss um hverskonar mál þú þarft að meðhöndla. Þetta er allt hluti af starfinu, við myndum þó frekar vilja að West Ham væri í fréttunum vegna gengi liðsins inna vallar en liðið er mjög gott. Ég er leiður að fókusinn hefur verið tekinn frá þeirri staðreynd þar sem við erum að eiga mjög gott tímabil,“ sagði Skotinn að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn West Ham reiðir þegar þeir komust að því að dýraníðingurinn væri launahæstur hjá félaginu Leikmenn West Ham United urðu æfir þegar þeir komust að því hvað dýraníðingurinn Kurt Zouma fær í vikulaun og vilja fá launahækkun. 11. febrúar 2022 13:01 Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 11. febrúar 2022 07:01 Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01 Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Leikmenn West Ham reiðir þegar þeir komust að því að dýraníðingurinn væri launahæstur hjá félaginu Leikmenn West Ham United urðu æfir þegar þeir komust að því hvað dýraníðingurinn Kurt Zouma fær í vikulaun og vilja fá launahækkun. 11. febrúar 2022 13:01
Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 11. febrúar 2022 07:01
Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01
Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00