Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. febrúar 2022 11:17 Undanfarnar tvær vikur hafa mótmæli sprottið upp víða um Kanada vegna Covid-takmarkana en mótmælin hófust vegna bólusetningarskyldu vörubílstjóra. Getty/Kadri Mohamed Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Hópur vörubílstjóra hefur undanfarið safnast saman við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Alberta og á mánudag safnaðist annar hópur saman við landamærin í Ontario. Mótmælin við landamærin hafa haft þau áhrif að vöruflutningar hafa tafist allverulega og hafa atvinnugreinasamtök kallað eftir því að mótmælunum ljúki sem fyrst. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði við þingmenn í gær að mótmælin væru óásættanleg og að þau væru að hafa neikvæð áhrif á fyrirtæki og framleiðendur og raska daglegu lífi íbúa. Þá stóð hann við þær takmarkanir sem eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á [mótmælin],“ sagði Trudeau á þinginu í gær. „Þessu verður að ljúka.“ Tamara Lich og BJ Dichter, skipuleggjendur mótmælanna, héldu blaðamannafund um stöðuna í gær en Dichter sagði mótmælendur ánægða þar sem Alberta og Saskatchewan ákváðu nýverið að aflétta ákveðnum Covid-takmörkunum. Að sögn Dichter var það vörubílstjórum að þakka. Að því er kemur fram í frétt CTV um málið hefur lögreglan í Ottawa gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt ákæru yfir höfði sér fyrir að valda tjóni á eignum, þar sem íbúar verða fyrir miklum röskunum. Í Ottawa er neyðarástand enn í gildi en að sögn lögreglu hafa 22 verið handteknir vegna mótmælanna. Þá hafa fleiri en 1300 sektir hafa verið gefnar út og eru um 80 sakamálarannsóknir í gangi. Samkvæmt núverandi reglum þurfa allir vörubílstjórar sem koma inn í landið að vera fullbólusettir gegn kórónuveirunni sem margir hafa mótmælt harðlega. Þá hafa einnig fleiri mótmæli sprottið upp víðs vegar um Kanada vegna bólusetningarvottorða sem nauðsynlegt er að framvísa til að sækja ýmsa þjónustu og ýmissa annarra Covid-takmarkanna. Svipuð mótmæli hafa einnig brotist út víðar í heiminum, til að mynda í Frakklandi og Ástralíu. Þá virðist umræða á samfélagsmiðlum benda til þess að vörubílstjórar stefni á að mótmæla í Washington-borg á næstunni. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Hópur vörubílstjóra hefur undanfarið safnast saman við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Alberta og á mánudag safnaðist annar hópur saman við landamærin í Ontario. Mótmælin við landamærin hafa haft þau áhrif að vöruflutningar hafa tafist allverulega og hafa atvinnugreinasamtök kallað eftir því að mótmælunum ljúki sem fyrst. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði við þingmenn í gær að mótmælin væru óásættanleg og að þau væru að hafa neikvæð áhrif á fyrirtæki og framleiðendur og raska daglegu lífi íbúa. Þá stóð hann við þær takmarkanir sem eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á [mótmælin],“ sagði Trudeau á þinginu í gær. „Þessu verður að ljúka.“ Tamara Lich og BJ Dichter, skipuleggjendur mótmælanna, héldu blaðamannafund um stöðuna í gær en Dichter sagði mótmælendur ánægða þar sem Alberta og Saskatchewan ákváðu nýverið að aflétta ákveðnum Covid-takmörkunum. Að sögn Dichter var það vörubílstjórum að þakka. Að því er kemur fram í frétt CTV um málið hefur lögreglan í Ottawa gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt ákæru yfir höfði sér fyrir að valda tjóni á eignum, þar sem íbúar verða fyrir miklum röskunum. Í Ottawa er neyðarástand enn í gildi en að sögn lögreglu hafa 22 verið handteknir vegna mótmælanna. Þá hafa fleiri en 1300 sektir hafa verið gefnar út og eru um 80 sakamálarannsóknir í gangi. Samkvæmt núverandi reglum þurfa allir vörubílstjórar sem koma inn í landið að vera fullbólusettir gegn kórónuveirunni sem margir hafa mótmælt harðlega. Þá hafa einnig fleiri mótmæli sprottið upp víðs vegar um Kanada vegna bólusetningarvottorða sem nauðsynlegt er að framvísa til að sækja ýmsa þjónustu og ýmissa annarra Covid-takmarkanna. Svipuð mótmæli hafa einnig brotist út víðar í heiminum, til að mynda í Frakklandi og Ástralíu. Þá virðist umræða á samfélagsmiðlum benda til þess að vörubílstjórar stefni á að mótmæla í Washington-borg á næstunni.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33