Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2022 22:01 Kjarnasamrunaver JET sem notað var til að slá gamalt met stofnunarinnar frá 1997. JET Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. Í nýjustu tilraun vísindamanna JET tókst þeim að framleiða 59 megajúl af varmaorku með samruna yfir fimm sekúndna tímabil. Orkumyndun tilraunarinnar samsvaraði um ellefu megavöttum, eða ellefu megajúlum á sekúndu. Það voru sömuleiðis vísindamenn JET sem áttu gamla metið en árið 1997 framleiddu vísindamenn stofnunarinnar 21,7 megajúl af varmaorku með kjarnasamruna eða um 16 megavött. Það þurfti þó 24 megavött til að koma samrunanum af stað. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir inn í kjarnasamrunaver JET. Record-breaking 59 megajoules of sustained fusion energy at world-leading UKAEA s Joint European Torus (JET) facility. Video shows the record pulse in action. Full story https://t.co/iShCGwlV9Y #FusionIsComing #FusionEnergy #STEM #fusion @FusionInCloseUp @iterorg @beisgovuk pic.twitter.com/ancKMaY1V2— UK Atomic Energy Authority (@UKAEAofficial) February 9, 2022 Vísindamenn binda miklar vonir við að í framtíðinni megi skapa gífurlega orku með lítilli mengun og geislun. Það á að gera með kjarnasamruna sem gengur í einföldu máli út á það að endurskapa það ferli sem gerist í stjörnum alheimsins. Léttir atómkjarnar eru látnir renna saman svo þeir mynda aðra þyngri kjarna en við losnar mikil orka úr læðingi. Við þetta ferli myndast gífurlega mikill hiti en hann er talinn vera um tíu sinnum hærri en hitinn í miðju sólarinnar. Verið er að smíða stærsta kjarnasamrunaver heimsins í Frakklandi en þar verður samruni myndaður með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ofninn verður um 23 þúsund tonn að þyngd en einn rafsegull af þremur er sagður geta lyft heilu flugmóðurskipi. 35 þjóðir heims koma að verkefninu, sem ber heitið ITER, og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðinga unnið við það. Nýjasti árangur vísindamanna JET markar góðar fregnir fyrir kjarnasamrunaverið í Frakklandi en í tilrauninni þar sem nýja metið var sett, var notast við sama ferli. „Nýjar tilraunir JET hafa fært okkur skrefi nærri kjarnasamrunaorku,“ hefur BBC eftir Dr. Joe Milnes, sem stýrir aðgerðum á rannsóknarstofunni. „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu inn í vél okkar og haldið henni þar í fimm sekúndur með góðri virkni, sem færir okkur inn á nýtt svið.“ Í tilkynningu JET er haft eftir Dr. Bernard Bigo, sem stýrir ITER, að nýja metið sé mjög jákvæð vísbending um að rannsóknarvinnan sé á réttri leið. Tækni Vísindi Orkumál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Í nýjustu tilraun vísindamanna JET tókst þeim að framleiða 59 megajúl af varmaorku með samruna yfir fimm sekúndna tímabil. Orkumyndun tilraunarinnar samsvaraði um ellefu megavöttum, eða ellefu megajúlum á sekúndu. Það voru sömuleiðis vísindamenn JET sem áttu gamla metið en árið 1997 framleiddu vísindamenn stofnunarinnar 21,7 megajúl af varmaorku með kjarnasamruna eða um 16 megavött. Það þurfti þó 24 megavött til að koma samrunanum af stað. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir inn í kjarnasamrunaver JET. Record-breaking 59 megajoules of sustained fusion energy at world-leading UKAEA s Joint European Torus (JET) facility. Video shows the record pulse in action. Full story https://t.co/iShCGwlV9Y #FusionIsComing #FusionEnergy #STEM #fusion @FusionInCloseUp @iterorg @beisgovuk pic.twitter.com/ancKMaY1V2— UK Atomic Energy Authority (@UKAEAofficial) February 9, 2022 Vísindamenn binda miklar vonir við að í framtíðinni megi skapa gífurlega orku með lítilli mengun og geislun. Það á að gera með kjarnasamruna sem gengur í einföldu máli út á það að endurskapa það ferli sem gerist í stjörnum alheimsins. Léttir atómkjarnar eru látnir renna saman svo þeir mynda aðra þyngri kjarna en við losnar mikil orka úr læðingi. Við þetta ferli myndast gífurlega mikill hiti en hann er talinn vera um tíu sinnum hærri en hitinn í miðju sólarinnar. Verið er að smíða stærsta kjarnasamrunaver heimsins í Frakklandi en þar verður samruni myndaður með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ofninn verður um 23 þúsund tonn að þyngd en einn rafsegull af þremur er sagður geta lyft heilu flugmóðurskipi. 35 þjóðir heims koma að verkefninu, sem ber heitið ITER, og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðinga unnið við það. Nýjasti árangur vísindamanna JET markar góðar fregnir fyrir kjarnasamrunaverið í Frakklandi en í tilrauninni þar sem nýja metið var sett, var notast við sama ferli. „Nýjar tilraunir JET hafa fært okkur skrefi nærri kjarnasamrunaorku,“ hefur BBC eftir Dr. Joe Milnes, sem stýrir aðgerðum á rannsóknarstofunni. „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu inn í vél okkar og haldið henni þar í fimm sekúndur með góðri virkni, sem færir okkur inn á nýtt svið.“ Í tilkynningu JET er haft eftir Dr. Bernard Bigo, sem stýrir ITER, að nýja metið sé mjög jákvæð vísbending um að rannsóknarvinnan sé á réttri leið.
Tækni Vísindi Orkumál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira