Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 14:39 35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. AP/Daniel Cole Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. ITER-verkefnið, eins og það er kallað, gengur út á að þróa hreina og endurnýjanlega orkulind, í rauninni með því að skapa smáar sólir í orkuverum. Þróunarvinna vegna kjarnasamrunaofnsins hefur staðið yfir um árabil og er verkefnið eitt flóknasta rannsóknarverkefni sögunnar, samkvæmt frétt Guardian.35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. Ofninn verður um 23 þúsund tonn og inniheldur nærri því þrjú þúsund ofursegla sem tengdir eru með 200 kílómetra löngum köplum og þessu verður að halda í 269 gráðu kulda. Einn rafsegullinn í stöðinni er sagður geta lyft flugmóðurskipi. Kjarnasamruni fæst með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ferli þetta myndar ekki koltvísýring og mun minna af geislavirkum úrgangi en hefðbundin kjarnorkuver. Þá gætu samrunaorkuofnar framtíðarinnar ekki brætt úr sér. Þrátt fyrir að rannsóknir á samruna hafi staðið yfir um áratugaskeið hefur þó ekki tekist að framleiða mikla orku enn. Heimsmetið í samruna á Joint European Torus, eða JET. Árið 1997 framleiddi stofnunin 16 MW í samruna en varði þó 24 MW í að koma samrunanum af stað. Forsvarsmenn ITER segjast ætla að vera fyrstir til að framleiða meira rafmagn en sett er í samrunann og framleiða 500 MW með einungis 50MW til hitunar, því hita þarf þungavetni og tritíum í gífurlegan hita til að koma samrunanum af stað. Einnig þarf mikla orku til að halda plasmanum, eða „sólinni“, sem verður til við samrunann í loftinu. Frakkland Tækni Vísindi Orkumál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. ITER-verkefnið, eins og það er kallað, gengur út á að þróa hreina og endurnýjanlega orkulind, í rauninni með því að skapa smáar sólir í orkuverum. Þróunarvinna vegna kjarnasamrunaofnsins hefur staðið yfir um árabil og er verkefnið eitt flóknasta rannsóknarverkefni sögunnar, samkvæmt frétt Guardian.35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. Ofninn verður um 23 þúsund tonn og inniheldur nærri því þrjú þúsund ofursegla sem tengdir eru með 200 kílómetra löngum köplum og þessu verður að halda í 269 gráðu kulda. Einn rafsegullinn í stöðinni er sagður geta lyft flugmóðurskipi. Kjarnasamruni fæst með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ferli þetta myndar ekki koltvísýring og mun minna af geislavirkum úrgangi en hefðbundin kjarnorkuver. Þá gætu samrunaorkuofnar framtíðarinnar ekki brætt úr sér. Þrátt fyrir að rannsóknir á samruna hafi staðið yfir um áratugaskeið hefur þó ekki tekist að framleiða mikla orku enn. Heimsmetið í samruna á Joint European Torus, eða JET. Árið 1997 framleiddi stofnunin 16 MW í samruna en varði þó 24 MW í að koma samrunanum af stað. Forsvarsmenn ITER segjast ætla að vera fyrstir til að framleiða meira rafmagn en sett er í samrunann og framleiða 500 MW með einungis 50MW til hitunar, því hita þarf þungavetni og tritíum í gífurlegan hita til að koma samrunanum af stað. Einnig þarf mikla orku til að halda plasmanum, eða „sólinni“, sem verður til við samrunann í loftinu.
Frakkland Tækni Vísindi Orkumál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira