Innlent

Við­vörun færð upp í rautt fyrir höfuð­borgar­svæðið

Árni Sæberg skrifar
Von er á vonskuveðri í nótt.
Von er á vonskuveðri í nótt. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag.

Eftir sem áður verður appelsínugul viðvörun í gildi víðast hvar á landinu aðfararnótt mánudags.

Ljóst er að rauð viðvörun mun hafa töluverð áhrif á höfuðborgarbúa í fyrramálið en veðurfræðingur sagði í samtali við Vísi í gær að fólk kæmist hvorki lönd né strönd á morgun fyrr en að snjómokstri loknum.

„Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar og veðrið ógnar lífi. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauða viðvörun.

Um er að ræða einungis annað skipti sem rauð veðurviðvörun er gefin út á höfuðborgarsvæðinu og þriðja skipti á landinu. Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í gagnið árið 2017.


Tengdar fréttir

„Lognið“ á undan storminum

Í dag má búast við nokkuð stífri norðanátt með éljum fram eftir degi, þó þurrt verði og bjart syðra. Frost verður á bilinu núll til átta stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.