„Lognið“ á undan storminum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 07:35 Svona lítur viðvaranakort Veðurstofunnar út á morgun klukkan 6:30. Vísir/Vilhelm Í dag má búast við nokkuð stífri norðanátt með éljum fram eftir degi, þó þurrt verði og bjart syðra. Frost verður á bilinu núll til átta stig. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, þar sem fjallað er um lægðina sem nálgast landið og ætti að láta finna fyrir sér í nótt og á morgun. Um hana segir Veðurstofan: „Í kvöld nálgast mjög djúp lægð suðvestan úr hafi. Seint í nótt og fyrramálið er búist við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri með snjókomu, en slyddu við suðurströndina. Snýst síðan í hvassa suðvestanátt með éljagangi, en styttir upp á norðaustanverðu landinu síðdegis á morgun. Hiti um og undir frostmarki. Lægðin grynnist á þriðjudag, en heldur áfram að dæla inn éljum á sunnan- og vestanvert landið og því ekki gott ferðaveður á þeim slóðum.“ Viðvaranir um allt land Á morgun verður í gildi appelsínugul viðvörun um allt land, en þó á mismunandi tímum. Hún verður í gildi fyrir vesturhluta landsins og hálendið fyrr um morguninn, en um tíu verður appelsínugul viðvörun í gildi fyrir allt landið nema vesturhluta þess. Fljótlega eftir hádegi á morgun tekur hins vegar við gul veðurviðvörun vestarlega á landinu, sem gildir til miðnættis á morgun. Þó er vert að taka fram að þetta er ekki endanlegt, enda getur spáin alltaf breyst, eins og Íslendingar þekkja. Þannig sagði veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við í gær að ekki væri loku fyrir það skotið að rauð veðurviðvörun yrði gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Suðaustan 18-25 m/s um morguninn, en 23-30 m/s (rok eða ofsaveður) á S- og V-landi. Víða snjókoma, en slydda nærri sjávarmáli S-lands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á S- og V-verðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 10-15 m/s og él, en hægari og þurrt að kalla NA-til. Frost 0 til 8 stig, kaldast NA-lands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 og él í flestum landshlutum, en léttir til á S- og V-landi síðdegis. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Vestlæg átt og bjartviðri, en dálítil él V-lands. Áfram kalt í veðri. Á föstudag: Suðlæg átt og stöku él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast NA-til. Á laugardag: Sunnanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður. Veður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, þar sem fjallað er um lægðina sem nálgast landið og ætti að láta finna fyrir sér í nótt og á morgun. Um hana segir Veðurstofan: „Í kvöld nálgast mjög djúp lægð suðvestan úr hafi. Seint í nótt og fyrramálið er búist við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri með snjókomu, en slyddu við suðurströndina. Snýst síðan í hvassa suðvestanátt með éljagangi, en styttir upp á norðaustanverðu landinu síðdegis á morgun. Hiti um og undir frostmarki. Lægðin grynnist á þriðjudag, en heldur áfram að dæla inn éljum á sunnan- og vestanvert landið og því ekki gott ferðaveður á þeim slóðum.“ Viðvaranir um allt land Á morgun verður í gildi appelsínugul viðvörun um allt land, en þó á mismunandi tímum. Hún verður í gildi fyrir vesturhluta landsins og hálendið fyrr um morguninn, en um tíu verður appelsínugul viðvörun í gildi fyrir allt landið nema vesturhluta þess. Fljótlega eftir hádegi á morgun tekur hins vegar við gul veðurviðvörun vestarlega á landinu, sem gildir til miðnættis á morgun. Þó er vert að taka fram að þetta er ekki endanlegt, enda getur spáin alltaf breyst, eins og Íslendingar þekkja. Þannig sagði veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við í gær að ekki væri loku fyrir það skotið að rauð veðurviðvörun yrði gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Suðaustan 18-25 m/s um morguninn, en 23-30 m/s (rok eða ofsaveður) á S- og V-landi. Víða snjókoma, en slydda nærri sjávarmáli S-lands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á S- og V-verðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 10-15 m/s og él, en hægari og þurrt að kalla NA-til. Frost 0 til 8 stig, kaldast NA-lands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 og él í flestum landshlutum, en léttir til á S- og V-landi síðdegis. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Vestlæg átt og bjartviðri, en dálítil él V-lands. Áfram kalt í veðri. Á föstudag: Suðlæg átt og stöku él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast NA-til. Á laugardag: Sunnanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira