Rangnick: „Getum aðeins kennt sjálfum okkur um“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 09:01 Rangnick gengur til búningsherbergja meðan Juan Mata reynir að hugga Anthony Elanga. Táningurinn var eini leikmaðurinn sem brenndi af víti í vítaspyrnukeppninni. Alex Livesey/Getty Images Ralf Rangnick var vægast sagt ósáttur með færanýtingu sinna manna er Manchester United féll úr leik í FA-bikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn B-deildarliði Middlesbrough. Man United óð í færum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Gestirnir frá Middlesbrough sköpuðu sér ekki nálægt því jafn mörg færi en tókst sömuleiðis að koma boltanum einu sinni í netið og unnu svo í vítaspyrnukeppni. Rangnick segir sína menn aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Við hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik og meira að segja í síðari hálfleik klúðruðum við frábærum marktækifærum, meira að segja eftir að þeir skoruðu mark sem átti alls ekki að standa,“ sagði sá þýski eftir leik. „Færið hans Bruno (Fernandes) var nánast eins og vítaspyrna svo við verðum að kenna okkur sjálfum um fyrir að klúðra mýmörgum færum í leiknum. Á endanum fer þetta í vítaspyrnu þar sem það þarf alltaf smá heppni, svo við erum allir mjög vonsviknir.“ Cavani og Lingard voru ekki í leikmannahóp Man Utd „Hann spilaði fyrir Úrúgvæ á miðvikudag. Það hefði aldrei gengið að hafa hann í hóp í kvöld,“ sagði Rangnick um fjarveru Edinson Cavani í leik gærkvöldsins. „Auðvitað hefði ég elskað að hafa Jesse (Lingard) í hópnum. Okkur vantar útileikmann á skýrsluna í dag, af hverju ætti ég að gefa honum fjögurra til fimm daga frí. Ég hefði elskað að hafa hann með okkur í dag en það var ekki málið. Það þýðir ekki að ræða um leikmenn sem voru ekki hér,“ sagði Rangnick en samkvæmt honum vildi Lingard fá nokkurra daga frí eftir stjórn Man United kom í veg fyrir að hann færi til Newcastle United á láni. Lingard sjálfur hefur gefið til kynna að félagið hafi sent hann í fjögurra til fimm daga frí. The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I ll always be professional when called upon and give 100 percent— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022 Hvað sem því líður er ljóst að Man United er dottið út úr FA-bikarnum og þar með má segja að þeirra eini raunsæi möguleiki á titli í ár hafi runnið út í sandinn. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Man United óð í færum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Gestirnir frá Middlesbrough sköpuðu sér ekki nálægt því jafn mörg færi en tókst sömuleiðis að koma boltanum einu sinni í netið og unnu svo í vítaspyrnukeppni. Rangnick segir sína menn aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Við hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik og meira að segja í síðari hálfleik klúðruðum við frábærum marktækifærum, meira að segja eftir að þeir skoruðu mark sem átti alls ekki að standa,“ sagði sá þýski eftir leik. „Færið hans Bruno (Fernandes) var nánast eins og vítaspyrna svo við verðum að kenna okkur sjálfum um fyrir að klúðra mýmörgum færum í leiknum. Á endanum fer þetta í vítaspyrnu þar sem það þarf alltaf smá heppni, svo við erum allir mjög vonsviknir.“ Cavani og Lingard voru ekki í leikmannahóp Man Utd „Hann spilaði fyrir Úrúgvæ á miðvikudag. Það hefði aldrei gengið að hafa hann í hóp í kvöld,“ sagði Rangnick um fjarveru Edinson Cavani í leik gærkvöldsins. „Auðvitað hefði ég elskað að hafa Jesse (Lingard) í hópnum. Okkur vantar útileikmann á skýrsluna í dag, af hverju ætti ég að gefa honum fjögurra til fimm daga frí. Ég hefði elskað að hafa hann með okkur í dag en það var ekki málið. Það þýðir ekki að ræða um leikmenn sem voru ekki hér,“ sagði Rangnick en samkvæmt honum vildi Lingard fá nokkurra daga frí eftir stjórn Man United kom í veg fyrir að hann færi til Newcastle United á láni. Lingard sjálfur hefur gefið til kynna að félagið hafi sent hann í fjögurra til fimm daga frí. The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I ll always be professional when called upon and give 100 percent— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022 Hvað sem því líður er ljóst að Man United er dottið út úr FA-bikarnum og þar með má segja að þeirra eini raunsæi möguleiki á titli í ár hafi runnið út í sandinn. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira