Rangnick: „Getum aðeins kennt sjálfum okkur um“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 09:01 Rangnick gengur til búningsherbergja meðan Juan Mata reynir að hugga Anthony Elanga. Táningurinn var eini leikmaðurinn sem brenndi af víti í vítaspyrnukeppninni. Alex Livesey/Getty Images Ralf Rangnick var vægast sagt ósáttur með færanýtingu sinna manna er Manchester United féll úr leik í FA-bikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn B-deildarliði Middlesbrough. Man United óð í færum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Gestirnir frá Middlesbrough sköpuðu sér ekki nálægt því jafn mörg færi en tókst sömuleiðis að koma boltanum einu sinni í netið og unnu svo í vítaspyrnukeppni. Rangnick segir sína menn aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Við hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik og meira að segja í síðari hálfleik klúðruðum við frábærum marktækifærum, meira að segja eftir að þeir skoruðu mark sem átti alls ekki að standa,“ sagði sá þýski eftir leik. „Færið hans Bruno (Fernandes) var nánast eins og vítaspyrna svo við verðum að kenna okkur sjálfum um fyrir að klúðra mýmörgum færum í leiknum. Á endanum fer þetta í vítaspyrnu þar sem það þarf alltaf smá heppni, svo við erum allir mjög vonsviknir.“ Cavani og Lingard voru ekki í leikmannahóp Man Utd „Hann spilaði fyrir Úrúgvæ á miðvikudag. Það hefði aldrei gengið að hafa hann í hóp í kvöld,“ sagði Rangnick um fjarveru Edinson Cavani í leik gærkvöldsins. „Auðvitað hefði ég elskað að hafa Jesse (Lingard) í hópnum. Okkur vantar útileikmann á skýrsluna í dag, af hverju ætti ég að gefa honum fjögurra til fimm daga frí. Ég hefði elskað að hafa hann með okkur í dag en það var ekki málið. Það þýðir ekki að ræða um leikmenn sem voru ekki hér,“ sagði Rangnick en samkvæmt honum vildi Lingard fá nokkurra daga frí eftir stjórn Man United kom í veg fyrir að hann færi til Newcastle United á láni. Lingard sjálfur hefur gefið til kynna að félagið hafi sent hann í fjögurra til fimm daga frí. The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I ll always be professional when called upon and give 100 percent— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022 Hvað sem því líður er ljóst að Man United er dottið út úr FA-bikarnum og þar með má segja að þeirra eini raunsæi möguleiki á titli í ár hafi runnið út í sandinn. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Man United óð í færum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Gestirnir frá Middlesbrough sköpuðu sér ekki nálægt því jafn mörg færi en tókst sömuleiðis að koma boltanum einu sinni í netið og unnu svo í vítaspyrnukeppni. Rangnick segir sína menn aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Við hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik og meira að segja í síðari hálfleik klúðruðum við frábærum marktækifærum, meira að segja eftir að þeir skoruðu mark sem átti alls ekki að standa,“ sagði sá þýski eftir leik. „Færið hans Bruno (Fernandes) var nánast eins og vítaspyrna svo við verðum að kenna okkur sjálfum um fyrir að klúðra mýmörgum færum í leiknum. Á endanum fer þetta í vítaspyrnu þar sem það þarf alltaf smá heppni, svo við erum allir mjög vonsviknir.“ Cavani og Lingard voru ekki í leikmannahóp Man Utd „Hann spilaði fyrir Úrúgvæ á miðvikudag. Það hefði aldrei gengið að hafa hann í hóp í kvöld,“ sagði Rangnick um fjarveru Edinson Cavani í leik gærkvöldsins. „Auðvitað hefði ég elskað að hafa Jesse (Lingard) í hópnum. Okkur vantar útileikmann á skýrsluna í dag, af hverju ætti ég að gefa honum fjögurra til fimm daga frí. Ég hefði elskað að hafa hann með okkur í dag en það var ekki málið. Það þýðir ekki að ræða um leikmenn sem voru ekki hér,“ sagði Rangnick en samkvæmt honum vildi Lingard fá nokkurra daga frí eftir stjórn Man United kom í veg fyrir að hann færi til Newcastle United á láni. Lingard sjálfur hefur gefið til kynna að félagið hafi sent hann í fjögurra til fimm daga frí. The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I ll always be professional when called upon and give 100 percent— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022 Hvað sem því líður er ljóst að Man United er dottið út úr FA-bikarnum og þar með má segja að þeirra eini raunsæi möguleiki á titli í ár hafi runnið út í sandinn. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira