Íslenski boltinn

Stjarnan fær liðsstyrk frá Fulham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorsteinn Aron Antonsson þreytir frumraun sína í efstu deild í sumar.
Þorsteinn Aron Antonsson þreytir frumraun sína í efstu deild í sumar. stjarnan

Stjarnan hefur fengið varnarmanninn Þorsteinn Aron Antonsson á láni frá Fulham til eins árs.

Þorsteinn, sem er átján ára, gekk í raðir Fulham frá Selfossi haustið 2020. Hann lék fjórtán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Selfyssinga í 2. deildinni 2020 og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar.

Selfyssingurinn hefur nú verið lánaður til Stjörnunnar og spilar með liðinu í efstu deild á næsta tímabili. Þorsteinn hefur leikið sex leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað eitt mark.

Auk Þorsteins hefur Stjarnan fengið Óskar Örn Hauksson frá KR, Jóhann Árna Gunnarsson frá Fjölni og Sindra Þór Ingimarsson frá Augnabliki.

Stjarnan endaði í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabil. Eftir það tók Ágúst Gylfason við liðinu af Þorvaldi Örlygssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×