Erlent

Danski sam­göngu­ráð­herrann segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Benny Engelbrecht hefur setið á þingi fyrir Jafnaðarmannaflokkinn frá árinu 2007.
Benny Engelbrecht hefur setið á þingi fyrir Jafnaðarmannaflokkinn frá árinu 2007. EPA

Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi eftir að þingmenn Einingarlistans, sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins vantrausti, sögðust ekki lengur bera traust til ráðherrans.

Engelbrecht sagði ekki annað í stöðunni en að segja af sér vegna stöðunnar og hefur Mette Frederiksen forsætisráðherra boðað til blaðamannafundar klukkan 10 að íslenskum tíma þar sem hún mun kynna breytingar á ríkisstjórn.

Þingmenn Einingarlistans segja ljóst að ráðherrann hafi ekki upplýst þingið að fullu um raunverulega kolefnislosun í tengslum við ýmsar samgönguframkvæmdir, það er vegna stáls, steypu, dísils og fleira sem nýtist við framkvæmdirnar sjálfar.

Ráðherrann hafnar því hins vegar að hafa logið að þinginu, en þar sem stuðningsflokkur stjórnarinnar beri ekki lengur traust til hans sé ekki annað í stöðunni en að segja af sér.

Engelbrecht hefur setið á þingi fyrir Jafnaðarmannaflokkin frá árinu 2007. Hann var skattamálaráðherra á árunum 2014 til 2015 og tók svo við embætti samgönguráðherra árið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×