Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 12:38 Boris mun flytja yfirlýsingu vegna skýrslunnar á þinginu í dag. epa/UK Parliament/Jessica Taylor Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. Skýrslu Gray hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en niðurstaða hennar er sögð munu hafa úrslitaáhrif á það hvort samflokksmenn Boris Johnson leggja fram vantraustsyfirlýsingu honum til höfuðs. Nokkur óvissa ríkir þó um áhrifamátt skýrslunnar, þar sem lögregluyfirvöld tilkynntu á dögunum að þau hygðust einnig rannsaka meint sóttvarnabrot í Downing-stræti og beindu þeim fyrirmælum til Gray að ritskoða skýrslu sína og taka úr henni ýmis atriði sem gætu að óbreyttu haft áhrif á lögreglurannsóknina. Breskir miðlar segja þá staðreynd að Gray hafi talað um skýrsluna sem afhent var forsætisráðherra sem „stöðuuppfærslu“ til marks um það að plaggið sé langt í frá endanleg útgáfa skýrslunnar. Menn velta því nú fyrir sér hvort skýrslan í heild muni yfirhöfuð líta dagsins ljós eða hvort henni verði stungið ofan í skúffu þegar hún liggur fyrir. Talsmaður Johnson segir að útgáfan sem ráðherra fékk í dag verði birt en hefur ekki viljað tjá sig um birtingu lokaútgáfunnar. Inngrip lögreglu í hina pólitísku atburðarás hefur bæði verið sögð bölvun og blessun fyrir forsætisráðherrann. Á annan bóginn vildi hann gjarnan ljúka málinu en á hinn bóginn hafi þeim uppljóstrunum sem gagnrýnendur hans hafa beðið eftir verið slegið á frest, sem gefi Johsnson tíma til að beina athygli almennings að öðru. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Skýrslu Gray hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en niðurstaða hennar er sögð munu hafa úrslitaáhrif á það hvort samflokksmenn Boris Johnson leggja fram vantraustsyfirlýsingu honum til höfuðs. Nokkur óvissa ríkir þó um áhrifamátt skýrslunnar, þar sem lögregluyfirvöld tilkynntu á dögunum að þau hygðust einnig rannsaka meint sóttvarnabrot í Downing-stræti og beindu þeim fyrirmælum til Gray að ritskoða skýrslu sína og taka úr henni ýmis atriði sem gætu að óbreyttu haft áhrif á lögreglurannsóknina. Breskir miðlar segja þá staðreynd að Gray hafi talað um skýrsluna sem afhent var forsætisráðherra sem „stöðuuppfærslu“ til marks um það að plaggið sé langt í frá endanleg útgáfa skýrslunnar. Menn velta því nú fyrir sér hvort skýrslan í heild muni yfirhöfuð líta dagsins ljós eða hvort henni verði stungið ofan í skúffu þegar hún liggur fyrir. Talsmaður Johnson segir að útgáfan sem ráðherra fékk í dag verði birt en hefur ekki viljað tjá sig um birtingu lokaútgáfunnar. Inngrip lögreglu í hina pólitísku atburðarás hefur bæði verið sögð bölvun og blessun fyrir forsætisráðherrann. Á annan bóginn vildi hann gjarnan ljúka málinu en á hinn bóginn hafi þeim uppljóstrunum sem gagnrýnendur hans hafa beðið eftir verið slegið á frest, sem gefi Johsnson tíma til að beina athygli almennings að öðru.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08
Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47