„Viljum ekki standa í vegi fyrir þróun okkar leikmanna og þjálfara almennt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 08:01 Jóhannes Karl er ekki lengur þjálfari ÍA. vísir/bára Eggert Ingólfur Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir félagið ekki vilja standa í vegi fyrir þróun leikmanna eða þjálfara félagsins. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 í gær. Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í kjölfarið sagði hann starfi sínu sem þjálfari ÍA í efstu deild karla lausu. ÍA er því nú í þjálfaraleit en samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins vill það ekki standa í vegi fyrir frama leikmanna né þjálfara þess. Eggert Ingólfur ræddi við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í gær. „Við heyrðum slúður í fjölmiðlum fyrir þremur vikum síðan. Formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur samband við okkur á þriðjudaginn í þar síðustu viku og biður um heimild að ræða við Jóhannes Karl, við að sjálfsögðu veitum þá heimild. Þetta klárast ekki fyrr en um hádegi á miðvikudaginn var og við tilkynnum leikmönnum þetta síðdegis sama dag.“ „Við viljum ekki standa í vegi fyrir fólki sem villa taka skref sem það telur vera fram á við. Mér persónulega fannst Jóhannes Karl vera í besta starfi í íslenskum fótbolta, ef til vill eru ekki allir sammála því,“ sagði Eggert Ingólfur við þá Elvar Geir og Benedikt Bóas en hann staðfesti einnig að í samningi Jóhannes Karls hafi veri klásúla þess efnis að þjálfarinn hafi mátt ræða við KSÍ ef til þess kæmi. „Þetta var mjög fagmannlega gert af hálfu KSÍ, tímasetningin er hins vegar vissulega vond eins og við vitum öll. KSÍ var mjög faglegt og formaður KSÍ, hún er ekki að fá mikið hól í fjölmiðlum, ég get alveg hælt henni fyrir okkar samskipti, þau voru mjög góð og fagleg,“ sagði Eggert Ingólfur um samskipti sín og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ. Eggert Ingólfur staðfesti að endingu að KSÍ þurfi að borga ÍA til að losa Jóhannes Karl undan samningi en hann hafi þó ekki viljað gefa upp hversu há upphæðin var. Þá óskaði hann Jóhannesi Karli góðs gengis í nýju starfi og sagði styttast í að ÍA myndi tilkynna eftirmann hans. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA X977 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í kjölfarið sagði hann starfi sínu sem þjálfari ÍA í efstu deild karla lausu. ÍA er því nú í þjálfaraleit en samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins vill það ekki standa í vegi fyrir frama leikmanna né þjálfara þess. Eggert Ingólfur ræddi við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í gær. „Við heyrðum slúður í fjölmiðlum fyrir þremur vikum síðan. Formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur samband við okkur á þriðjudaginn í þar síðustu viku og biður um heimild að ræða við Jóhannes Karl, við að sjálfsögðu veitum þá heimild. Þetta klárast ekki fyrr en um hádegi á miðvikudaginn var og við tilkynnum leikmönnum þetta síðdegis sama dag.“ „Við viljum ekki standa í vegi fyrir fólki sem villa taka skref sem það telur vera fram á við. Mér persónulega fannst Jóhannes Karl vera í besta starfi í íslenskum fótbolta, ef til vill eru ekki allir sammála því,“ sagði Eggert Ingólfur við þá Elvar Geir og Benedikt Bóas en hann staðfesti einnig að í samningi Jóhannes Karls hafi veri klásúla þess efnis að þjálfarinn hafi mátt ræða við KSÍ ef til þess kæmi. „Þetta var mjög fagmannlega gert af hálfu KSÍ, tímasetningin er hins vegar vissulega vond eins og við vitum öll. KSÍ var mjög faglegt og formaður KSÍ, hún er ekki að fá mikið hól í fjölmiðlum, ég get alveg hælt henni fyrir okkar samskipti, þau voru mjög góð og fagleg,“ sagði Eggert Ingólfur um samskipti sín og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ. Eggert Ingólfur staðfesti að endingu að KSÍ þurfi að borga ÍA til að losa Jóhannes Karl undan samningi en hann hafi þó ekki viljað gefa upp hversu há upphæðin var. Þá óskaði hann Jóhannesi Karli góðs gengis í nýju starfi og sagði styttast í að ÍA myndi tilkynna eftirmann hans. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA X977 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira