Lést eftir að hafa verið hafnað um þungunarrof eftir að fóstrin dóu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 10:33 Þúsundir mótmæltu þungunarrofslögum í Póllandi. AP Photo/Czarek Sokolowski Þúsundir mótmæltu á götum pólskra borga í gærkvöld eftir að 37 ára gömul kona lést í kjölfar þess að hafa verið hafnað um þungunarrof. Eitt ár er liðið síðan einar ströngustu þungunarrofsreglur í Evrópu voru innleiddar í Póllandi. Mótmælendur minntust Agnieszku T, sem lést í gær, lögðu blómvendi og ljós á valda staði til að minnast hennar. Agnieszka var ólétt að tvíburum en lést eftir að læknar neituðu að leyfa henni að gangast undir þungunarrof í kjölfar þess að hjarta annars fóstursins hætti að slá. Fjölskylda Agnieszku sagði í yfirlýsingu að stjórnvöld væru ábyrg fyrir dauða hennar. Frekari mótmæli til minningar um hana hafa verið skipulögð í heimaborg hennar, Częstochowa. Agnieszka, sem var þriggja barna móðir, var lögð inn á Sjúkrahús heilagrar Maríu meyjar í Częstochowa þann 21. desember síðastliðinn. Þegar hún var lögð inn var hún með mikla kviðverki en hún var enn á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Að sögn fjölskyldu hennar var Agnieszka við góða heilsu þegar hún lagðist inn á sjúkrahúsið en að heilsu hennar hafi hrakað hratt eftir innlögnina. Sama dag og hún lagðist inn hafi hjarta annars fóstursins hætt að slá og samkvæmt frásögn fjölskyldu hennar neituðu læknar að fjarlægja fóstrið og vísuðu í lög um þungunarrof. Nokkrir dagar hafi liðið áður en hitt fóstrið dó sömuleiðis í legi Agnieszku. Læknar hafi beðið í tvo daga til viðbótar eftir það áður en þungunarrof var framkvæmt, sem var gert þann 31. desember. Þá voru tíu dagar liðnir frá því að fyrsta fóstrið lést. Eftir að þungunarrofið var framkvæmt var Agnieszka flutt af kvennadeild og heilsu hennar hrakaði enn meira. Fjölskyldu hennar grunar að hún hafi fengið blóðeitrun en dástæða dauða hennar var sögð óþekkt af sjúkrahúsinu. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir „Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Mótmælendur minntust Agnieszku T, sem lést í gær, lögðu blómvendi og ljós á valda staði til að minnast hennar. Agnieszka var ólétt að tvíburum en lést eftir að læknar neituðu að leyfa henni að gangast undir þungunarrof í kjölfar þess að hjarta annars fóstursins hætti að slá. Fjölskylda Agnieszku sagði í yfirlýsingu að stjórnvöld væru ábyrg fyrir dauða hennar. Frekari mótmæli til minningar um hana hafa verið skipulögð í heimaborg hennar, Częstochowa. Agnieszka, sem var þriggja barna móðir, var lögð inn á Sjúkrahús heilagrar Maríu meyjar í Częstochowa þann 21. desember síðastliðinn. Þegar hún var lögð inn var hún með mikla kviðverki en hún var enn á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Að sögn fjölskyldu hennar var Agnieszka við góða heilsu þegar hún lagðist inn á sjúkrahúsið en að heilsu hennar hafi hrakað hratt eftir innlögnina. Sama dag og hún lagðist inn hafi hjarta annars fóstursins hætt að slá og samkvæmt frásögn fjölskyldu hennar neituðu læknar að fjarlægja fóstrið og vísuðu í lög um þungunarrof. Nokkrir dagar hafi liðið áður en hitt fóstrið dó sömuleiðis í legi Agnieszku. Læknar hafi beðið í tvo daga til viðbótar eftir það áður en þungunarrof var framkvæmt, sem var gert þann 31. desember. Þá voru tíu dagar liðnir frá því að fyrsta fóstrið lést. Eftir að þungunarrofið var framkvæmt var Agnieszka flutt af kvennadeild og heilsu hennar hrakaði enn meira. Fjölskyldu hennar grunar að hún hafi fengið blóðeitrun en dástæða dauða hennar var sögð óþekkt af sjúkrahúsinu.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir „Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
„Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34
Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34
Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00