Ungmenni með krabbamein kæra eigendur kjarnorkuversins í Fukushima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2022 09:11 Ungmennin krefjast um 700 milljóna króna í bætur vegna krabbameins sem þau þróuðu með sér í kjölfar kjarnorkuslyssins. AP Photo/Mari Yamaguchi Sex japönsk ungmenni hafa kært eignarhaldsfélag kjarnorkuversins í Fukushima eftir að þau greindust öll með skjaldkirtilskrabbamein í kjölfar kjarnorkuslyssins árið 2011. Ungmennin voru á aldrinum sex til sextán ára þegar hamfarirnar í Fukushima riðu yfir. Þau segjast öll hafa þróað með sér krabbamein vegna geislamengunar. Þá segir lögmaður ungmennanna að þau hafi öll þurft að gangast undir skurðaðgerð til að fjarlægja hluta skjaldkirtilsins. Ungmennin krefjast 5,4 milljóna dollara, eða um 700 milljóna króna, í skaðabætur frá fyrirtækinu sem rekur kjarnorkuverið, Tokyo Electric Power Company (Tepco). Sérfræðingar telja þó að þeim muni reynast erfitt að sanna að kjarnorkuslysið hafi leitt til krabbameinsins. Fukushima kjarnorkuslysið varð þann 11. mars 2011 eftir að stór jarðskjálfti leiddi til þess að flóðbylgja skall á austurströnd Japans. Kjarnorkuverið eyðilagðist í flóðbylgjunni og geislavirk efni láku út í nærliggjandi svæði. Kjarnorkuslysið var sagt það versta síðan kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbíl árið 1986 en var talið hafa mun minni áhrif á íbúa í nágrenninu þar sem minna magn geislavirkra efna lak út í náttúruna. Hópur sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna ákvörðuðu í fyrra að slysið hafi ekki leitt til neinna heilsufarsvandræða meðal íbúa og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrslu árið 2013 þar sem fram kom að slysið myndi ekki leiða til aukinnar krabbameinstíðni á svæðinu. Langtímaáhrif slyssins hafa þó verið deilumál og árið 2018 tilkynntu japönsk yfirvöld að einn starfsmaður hafi dáið í kjölfar útsetningar fyrir geislavirkni. Fjölskyldu mannsins voru greiddar bætur af ríkinu vegna þessa. Ungmenin sex vilja nú meina að allar líkur séu á því að þau hafi þróað með sér krabbamein eftir að hafa verið útsett fyrir geislavirkni. Ekkert ungmennanna, sem nú eru 17 til 27 ára gömul, á fjölskyldumeðlim sem greinst hefur með skjaldkirtilskrabbamein. Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Ungmennin voru á aldrinum sex til sextán ára þegar hamfarirnar í Fukushima riðu yfir. Þau segjast öll hafa þróað með sér krabbamein vegna geislamengunar. Þá segir lögmaður ungmennanna að þau hafi öll þurft að gangast undir skurðaðgerð til að fjarlægja hluta skjaldkirtilsins. Ungmennin krefjast 5,4 milljóna dollara, eða um 700 milljóna króna, í skaðabætur frá fyrirtækinu sem rekur kjarnorkuverið, Tokyo Electric Power Company (Tepco). Sérfræðingar telja þó að þeim muni reynast erfitt að sanna að kjarnorkuslysið hafi leitt til krabbameinsins. Fukushima kjarnorkuslysið varð þann 11. mars 2011 eftir að stór jarðskjálfti leiddi til þess að flóðbylgja skall á austurströnd Japans. Kjarnorkuverið eyðilagðist í flóðbylgjunni og geislavirk efni láku út í nærliggjandi svæði. Kjarnorkuslysið var sagt það versta síðan kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbíl árið 1986 en var talið hafa mun minni áhrif á íbúa í nágrenninu þar sem minna magn geislavirkra efna lak út í náttúruna. Hópur sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna ákvörðuðu í fyrra að slysið hafi ekki leitt til neinna heilsufarsvandræða meðal íbúa og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrslu árið 2013 þar sem fram kom að slysið myndi ekki leiða til aukinnar krabbameinstíðni á svæðinu. Langtímaáhrif slyssins hafa þó verið deilumál og árið 2018 tilkynntu japönsk yfirvöld að einn starfsmaður hafi dáið í kjölfar útsetningar fyrir geislavirkni. Fjölskyldu mannsins voru greiddar bætur af ríkinu vegna þessa. Ungmenin sex vilja nú meina að allar líkur séu á því að þau hafi þróað með sér krabbamein eftir að hafa verið útsett fyrir geislavirkni. Ekkert ungmennanna, sem nú eru 17 til 27 ára gömul, á fjölskyldumeðlim sem greinst hefur með skjaldkirtilskrabbamein.
Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35
Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15
Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44