Erlent

Neitar að hafa verið góður vinur Ghisla­ine Maxwell

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Virginia Giuffre segir Andrés prins hafa brotið gegn sér kynferðislega þegar hún var táningur.
Virginia Giuffre segir Andrés prins hafa brotið gegn sér kynferðislega þegar hún var táningur. EPA

Andrés prins sem sakaður er um kynferðisbrot í einkamáli í Bandaríkjunum neitar því að hann hafi verið góður vinur Ghislaine Maxwell, sem á dögunum var sakfelld fyrir mansal og kynferðisbrot í tengslum við milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. Prinsinn neitar einnig öllum sakargiftum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem prinsinn sendi dómaranum í málinu en það er Virginia Giuffre sem höfðar málið en hún segir Andrés hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var sautján ára á heimilium Maxwell og Epstein. 

Lögfræðingar prinsins hafa farið fram á að málinu verði vísað frá að því er segir í frétt BBC. Verði það ekki gert fer prinsinn fram á að réttað verði í málinu með kviðdómi þannig að hann geti varið sig á opinberum vettvangi. 

Lögfræðingur Giuffre gefur lítið fyrir þær kröfur enda hafi hún sjálf farið fram á það sama.


Tengdar fréttir

Fara fram á kviðdóm í máli Andrésar

Lögmenn Andrésar prins hafa farið fram á að kviðdómur verði viðstaddur í réttarhöldunum yfir prinsinum í Bandaríkjunum þar sem ásakanir Virginiu Giuffre um nauðgun verða teknar fyrir.

Andrés missir titla sína

Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar.

Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt

Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×