Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2022 10:57 Lögmaður Giuffre segir hana vilja uppreist æru fyrir sig og aðra þolendur. AP/Bebeto Matthews Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. Dómari í New York komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að vísa máli Giuffre gegn Andrési ekki frá dómi. Þetta þýðir að prinsinn þarf annað hvort að fylgja málinu eftir alla leið eða leita sátta við Giuffre, sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér í þrígang þegar hún var 17 ára gömul. „Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir Virginiu Giuffre að þetta mál verði leyst þannig að það hún og hinir þolendurnir fái uppreist æru,“ sagði David Boies í samtali við BBC og á þar líklega við önnur fórnarlömb Jeffrey Epstein, vinar Andrésar, sem Giuffre segir hafa selt sig mansali. Giuffre og lögmenn hennar hefðu leitað til Andrésar og teymis hans og lagt til að þau settust niður og kæmust að sátt í málinu en Andrés hefði ekki haft áhuga á því á þeim tíma. „Hvort það hefur breyst eða ekki mun tíminn leiða í ljós,“ sagði Boies. Hann sagði Giuffre ekki myndu hafa áhuga á sátt sem snérist aðeins um peninga. Andrés er nú í mikilli klemmu, þar sem hann neyðist til að semja, grípa til varna eða fá sjálfkrafa á sig dóm.AP/Steve Parsons Andrés stendur nú frammi fyrir því að Giuffre greini frá því í smáatriðum fyrir dómi sem hún segir hafa átt sér stað milli sín og prinsins. Kunnugir segja afar ólíklegt að Andrés myndi ferðast til New York til að bera vitni en að hann yrði tilneyddur til að gera það í gegnum fjarfundabúnað. Prinsinn á þann kost að hunsa réttarhöldin algjörlega en það myndi verða til þess að dómur myndi sjálfkrafa falla Giuffre í vil. Hann yrði aldrei framseldur til að afplána dóm en afleiðingarnar yrðu verulegar, bæði fyrir hann og bresku konungsfjölskylduna. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Dómari í New York komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að vísa máli Giuffre gegn Andrési ekki frá dómi. Þetta þýðir að prinsinn þarf annað hvort að fylgja málinu eftir alla leið eða leita sátta við Giuffre, sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér í þrígang þegar hún var 17 ára gömul. „Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir Virginiu Giuffre að þetta mál verði leyst þannig að það hún og hinir þolendurnir fái uppreist æru,“ sagði David Boies í samtali við BBC og á þar líklega við önnur fórnarlömb Jeffrey Epstein, vinar Andrésar, sem Giuffre segir hafa selt sig mansali. Giuffre og lögmenn hennar hefðu leitað til Andrésar og teymis hans og lagt til að þau settust niður og kæmust að sátt í málinu en Andrés hefði ekki haft áhuga á því á þeim tíma. „Hvort það hefur breyst eða ekki mun tíminn leiða í ljós,“ sagði Boies. Hann sagði Giuffre ekki myndu hafa áhuga á sátt sem snérist aðeins um peninga. Andrés er nú í mikilli klemmu, þar sem hann neyðist til að semja, grípa til varna eða fá sjálfkrafa á sig dóm.AP/Steve Parsons Andrés stendur nú frammi fyrir því að Giuffre greini frá því í smáatriðum fyrir dómi sem hún segir hafa átt sér stað milli sín og prinsins. Kunnugir segja afar ólíklegt að Andrés myndi ferðast til New York til að bera vitni en að hann yrði tilneyddur til að gera það í gegnum fjarfundabúnað. Prinsinn á þann kost að hunsa réttarhöldin algjörlega en það myndi verða til þess að dómur myndi sjálfkrafa falla Giuffre í vil. Hann yrði aldrei framseldur til að afplána dóm en afleiðingarnar yrðu verulegar, bæði fyrir hann og bresku konungsfjölskylduna.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“