Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 11:36 Andrés var á dögunum sviptur öllum titlum og nú er kallað eftir því að hann missi einnig hertogatignina. epa Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. Eftir að dómari í New York neitaði að vísa máli Giuffre gegn Andrési frá dómi er allt útlit fyrir að prinsinn verði loks látinn svara til saka fyrir meint kynferðisbrot. Lögmenn Andrésar hafa farið fram á að fá að spyrja sálfræðing og eiginmann Giuffre spjörunum úr undir eiði en lögmenn Giuffre vilja fá að yfirheyra fyrrverandi aðstoðarmann Andrésar. Þá hafa þeir farið fram á að Andrés framvísi læknisfræðilegum gögnum til að færa sönnur á þá staðhæfingu sína að hann sé ófær um að svitna. Prinsinn hélt þessu fram í viðtali eftir að Giuffre hafði lýst því hvernig hann svitnaði þegar hann var með henni. Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, vill að öllum skýrslutökum sé lokið 14. júlí og segir að málið verði tekið fyrir síðar á þessu ári. Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra eiginmann Giuffre um fjármál fjölskyldunnar og hvernig hann kynntist eiginkonu sinni árið 2002. Þá vilja þeir spyrja sálfræðing hennar um það sem þær hafa rætt í tímum og fá að sjá minnispunkta sálfræðingsins og lyfjaávísanir Giuffre. Lögmenn Giuffre vilja taka skýrslu af Robert Olney, fyrrverandi aðstoðarmanni Andrésar, en þeir telja hann búa yfir upplýsingum um vináttu prinsins við auðjöfurinn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57 Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Eftir að dómari í New York neitaði að vísa máli Giuffre gegn Andrési frá dómi er allt útlit fyrir að prinsinn verði loks látinn svara til saka fyrir meint kynferðisbrot. Lögmenn Andrésar hafa farið fram á að fá að spyrja sálfræðing og eiginmann Giuffre spjörunum úr undir eiði en lögmenn Giuffre vilja fá að yfirheyra fyrrverandi aðstoðarmann Andrésar. Þá hafa þeir farið fram á að Andrés framvísi læknisfræðilegum gögnum til að færa sönnur á þá staðhæfingu sína að hann sé ófær um að svitna. Prinsinn hélt þessu fram í viðtali eftir að Giuffre hafði lýst því hvernig hann svitnaði þegar hann var með henni. Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, vill að öllum skýrslutökum sé lokið 14. júlí og segir að málið verði tekið fyrir síðar á þessu ári. Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra eiginmann Giuffre um fjármál fjölskyldunnar og hvernig hann kynntist eiginkonu sinni árið 2002. Þá vilja þeir spyrja sálfræðing hennar um það sem þær hafa rætt í tímum og fá að sjá minnispunkta sálfræðingsins og lyfjaávísanir Giuffre. Lögmenn Giuffre vilja taka skýrslu af Robert Olney, fyrrverandi aðstoðarmanni Andrésar, en þeir telja hann búa yfir upplýsingum um vináttu prinsins við auðjöfurinn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC.
Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57 Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38
Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57
Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10