Erlent

Pláss að losna í Hæsta­rétti Banda­ríkjanna fyrir Biden að skipa í

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stephen Breyer er elstur af þeim dómurum sem nú gegna embætti Hæstaréttardómara í Bandaríkjunum.
Stephen Breyer er elstur af þeim dómurum sem nú gegna embætti Hæstaréttardómara í Bandaríkjunum. (AP Photo/Manuel Balce Ceneta, File)

Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í.

Hinn 83 ára gamli Breyer hefur gegnt embætti hæstaréttardómari í 27 ár, eða frá 1994, þegar hann var skipaður af Bill Clinton, þáverandi Banaríkjaforseta.

Hann flokkast með þeim dómurum sem teljast frjálslyndir við réttinn. Gjarnan er rætt um af sex af dómurunum sem nú gegna embætti teljist íhaldsamir en þrír séu frjálslyndur.

Bill Clinton skipaði Breyer í Hæstarétt Bandaríkjanna.AP Photo/Doug Mills, File

Með þessu skapast tækifæri fyrir Joe Biden að skipa annan frjálslyndan dómara sem mun gegna embættinu næstu áratugina. Demókratar hafa þrýst á Breyer, sem er elstur starfandi dómara við réttinn, um að hætta við fyrsta tækifæri og helst fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust.

Er það vegna þess að demókratar fara nú með völd í bæði fulltrúdeild og öldungadeild Bandaríkjaþings, en báðar deildir þingsins þurfa að samþykkja þann sem Biden tilnefnir.

Verður þetta fyrsta tilnefningin sem Biden fær tækifæri á frá því að hann tók við embætti fyrir rúmu ári síðan. Forveri hans í starfi, Donald Trump, skipaði alls þrjá dómara í Hæstarétt.


Tengdar fréttir

Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi

Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×