Erlent

Tilnefning Barrett í Hæstarétt Bandaríkjanna samþykkt af þinginu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Amy Coney Barrett er aðeins 48 ára gömul og mun sitja í Hæstarétti næstu áratugina.
Amy Coney Barrett er aðeins 48 ára gömul og mun sitja í Hæstarétti næstu áratugina. AP/J. Scott Applewhite

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi Barrett eftir að Ruth Bader Ginsburg dómari lést í síðasta mánuði.

52 þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með tilnefningu Barrett en allir þingmenn demókrata greiddu atkvæði gegn tilnefningunni. Þetta er í fyrsta sinn í 151 ár sem dómari er samþykktur af þinginu í Hæstarétt Bandaríkjanna án þess að fá eitt einasta atkvæði frá minnihlutaflokki í öldungadeildinni.

Allir þingmenn repúblikana, utan Susan Collins þingmanni frá Maine, greiddu atkvæði með tilnefningu hinnar 48 ára Barrett sem verður 115. dómarinn til þess að sitja í Hæstarétti Bandaríkjanna og aðeins fimmta konan.

Úrslitin þýða að sex dómarar af níu við hæstarétt verða íhaldssamir og er því búist við sveiflu í þátt í niðurstöðum réttarins í deilumálum. Hæstiréttur Bandaríkjanna er afar áhrifamikill og hefur áður skorið úr um deilumál á borð við samkynja hjónabönd árið 2015 og réttinn til þungunarrofs árið 1973.

Skipað er ævilangt í réttinn og er Barrett þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump-stjórnin fær samþykktan. Repúblikanar voru afar snöggir að ganga frá tilnefningu Barrett en aðeins eru sex vikur frá því að Ginsburg lést.


Tengdar fréttir

Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi

Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.