Erlent

Banda­ríkja­her í start­holunum vegna stöðunnar við Úkraínu

Árni Sæberg skrifar
8.500 bandarískir hermenn gætu komið til Evrópu á næstunni.
8.500 bandarískir hermenn gætu komið til Evrópu á næstunni. Bo Zaunders/Getty

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu.

8.500 bandarískir hermenn eru nú reiðubúnir til að koma bandamönnum Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu til aðstoðar ef allt fer á versta veg á landamærum Úkraínu, að því er segir í frétt AP.

„Þetta snýst um að styrkja bandamenn í NATÓ,“ segir John Kirby, talsmaður varnamálaráðuneytisins, og bætir við að engir hermenn verði sendir beint til Úkraínu. Hermenn verði aðeins sendir af stað til Evrópu ef NATÓ hefur aðgerðir gegn Rússum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins um varnarmál í Evrópu í dag. Leiðtogarnir sammæltust um það að frekari aðgerðir Rússa gegn Úkraínumönnum yrðu þeim dýrkeyptar.

Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi.

Um 100 þúsund rússneskir hermenn eru nú við landamærin að Úkraínu og þá stendur til að þeir haldi stóra flotaæfingu undan ströndum Úkraínu.

Í dag fyrirskipuðu Bandaríkjamenn fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið.


Tengdar fréttir

Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta

Íbúar borgarinnar Kharkiv, sem er sú næst stærsta í Úkraínu, vonast eftir því besta en búa sig undir það versta. Borgin er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Rússlands þar sem tugir þúsunda hermanna eru staddir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×