„Þeir sem trúa ekki geta farið heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 10:30 Watford hefur tapað 11 af 13 leikjum sínum undir stjórn Ranieri. Robin Jones/Getty Images Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Watford, segir að þeir leikmenn sem trúa ekki að liðið geti bjargað sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni geti allt eins farið heim til sín. Liðið tapaði 3-0 gegn Norwich í mikilvægum fallbaráttuslag í gærkvöldi, en þau úrslit þýða að Watford situr nú í fallsæti en Norwich tveimur stigum fyrir ofan þá í öruggu sæti. Norwich hefur þó leikið tveimur til fimm leikjum meira en öll liðin á fallsvæðinu og því eiga þau öll möguleika á að snúa genginu við. Watford hefur nú tapað 11 leikjum af þeim 13 sem Ranieri hefur verið við stjórnvölin, og Ítalinn segir að leikurinn í gæri hafi verið mikilvæg lexía fyrir leikmenn hans. „Norwich kenndi okkur mikilvæga lexíu. Þeir spiluðu sem lið, en við spiluðum sem einstaklingar,“ sagði Ranieri. Þjálfarinn virtist virkilega óánægður með leikmenn liðsins, en Watford er nú án sigurs í seinustu átta leikjum. Sjö af þessum átta hafa tapast. „Mig langar að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar af því að við vildum gera betur. Ég bað leikmennina að reyna að kveikja eldinn af því að þetta var leikur sem við máttum ekki tapa. En eftir fyrsta markið þá hurfum við.“ „Ég hef trú á að ég og leikmennirnir munum bregðast við þessu. Það gengur ekki að halda svona áfram því að þá erum við á beinustu leið niður í B-deildina. Ég vil sjá leikmennina leggja líkama og sál í að spila fyrir félagið.“ „Ég ræði við stjórnina á hverjum degi og við erum allir í þessu saman. Ég hef trú á þessum leikmönnum. Þeim leikmönnum sem vilja trúa. Þeir sem trúa ekki geta farið heim,“ sagði Ranieri að lokum. Claudio Ranieri says he needs to choose players that want to "fight hard for Watford".🗣 "I believe in these players, the players who want to believe. Who doesn't want to believe - go home." 👀 More ⤵️ #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2022 Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira
Liðið tapaði 3-0 gegn Norwich í mikilvægum fallbaráttuslag í gærkvöldi, en þau úrslit þýða að Watford situr nú í fallsæti en Norwich tveimur stigum fyrir ofan þá í öruggu sæti. Norwich hefur þó leikið tveimur til fimm leikjum meira en öll liðin á fallsvæðinu og því eiga þau öll möguleika á að snúa genginu við. Watford hefur nú tapað 11 leikjum af þeim 13 sem Ranieri hefur verið við stjórnvölin, og Ítalinn segir að leikurinn í gæri hafi verið mikilvæg lexía fyrir leikmenn hans. „Norwich kenndi okkur mikilvæga lexíu. Þeir spiluðu sem lið, en við spiluðum sem einstaklingar,“ sagði Ranieri. Þjálfarinn virtist virkilega óánægður með leikmenn liðsins, en Watford er nú án sigurs í seinustu átta leikjum. Sjö af þessum átta hafa tapast. „Mig langar að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar af því að við vildum gera betur. Ég bað leikmennina að reyna að kveikja eldinn af því að þetta var leikur sem við máttum ekki tapa. En eftir fyrsta markið þá hurfum við.“ „Ég hef trú á að ég og leikmennirnir munum bregðast við þessu. Það gengur ekki að halda svona áfram því að þá erum við á beinustu leið niður í B-deildina. Ég vil sjá leikmennina leggja líkama og sál í að spila fyrir félagið.“ „Ég ræði við stjórnina á hverjum degi og við erum allir í þessu saman. Ég hef trú á þessum leikmönnum. Þeim leikmönnum sem vilja trúa. Þeir sem trúa ekki geta farið heim,“ sagði Ranieri að lokum. Claudio Ranieri says he needs to choose players that want to "fight hard for Watford".🗣 "I believe in these players, the players who want to believe. Who doesn't want to believe - go home." 👀 More ⤵️ #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2022
Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira