Hæstiréttur brást vonum Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 12:37 Donald Trump skipaði þrjá hæstaréttardómara en enginn þeirra virðist hafa verið sammála málflutningi verjenda hans. AP/Mariam Zuhaib Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. Umrædd þingnefnd rannsakar árásina þar sem stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Nefndin skoðar sérstaklega aðkomu Trump-liða að árásinni og hvað forsetinn sjálfur gerði á meðan á henni stóð. Trump krafðist þess að gögnin yrðu ekki afhent en Biden leyfði það. Trump-liðar hafa tapað á öllum stigum dómstóla Bandaríkjanna og nefndin er þegar byrjuð að taka við gögnum og þar á meðal dagbókum, gestabókum, ræðudrögum og minnisblöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni var Clarence Thomas eini dómarinn af níu sem vildi meina þingnefndinni aðgang að gögnunum. Aðrir dómarar voru þó þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki rétt á því að krefjast leyndar yfir gögnunum. Úrskurð Hæstaréttar má sjá hér, en um mikinn sigur er að ræða fyrir rannsóknarnefndina. Nefndin hefur einnig stefnt nokkrum af bandamönnum Trumps og þar á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður forsetans. Sjá einnig: Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið Frá síðasta sumari hefur nefndin rætt við á fjórða hundrað manns. Einhverjir hafa þó neitað að ræða við meðlimi nefndarinnar og er Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Trumps, þar á meðal. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir að sýna þinginu vanvirðingu og gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að ár. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Umrædd þingnefnd rannsakar árásina þar sem stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Nefndin skoðar sérstaklega aðkomu Trump-liða að árásinni og hvað forsetinn sjálfur gerði á meðan á henni stóð. Trump krafðist þess að gögnin yrðu ekki afhent en Biden leyfði það. Trump-liðar hafa tapað á öllum stigum dómstóla Bandaríkjanna og nefndin er þegar byrjuð að taka við gögnum og þar á meðal dagbókum, gestabókum, ræðudrögum og minnisblöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni var Clarence Thomas eini dómarinn af níu sem vildi meina þingnefndinni aðgang að gögnunum. Aðrir dómarar voru þó þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki rétt á því að krefjast leyndar yfir gögnunum. Úrskurð Hæstaréttar má sjá hér, en um mikinn sigur er að ræða fyrir rannsóknarnefndina. Nefndin hefur einnig stefnt nokkrum af bandamönnum Trumps og þar á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður forsetans. Sjá einnig: Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið Frá síðasta sumari hefur nefndin rætt við á fjórða hundrað manns. Einhverjir hafa þó neitað að ræða við meðlimi nefndarinnar og er Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Trumps, þar á meðal. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir að sýna þinginu vanvirðingu og gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að ár.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð